Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 171
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
165
en í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu voru 10 hreppar. Ekki greinir,
hve margir í þeim hreppum, sem kusu kjörmenn, hafi tekið þátt í
kosningum þeirra.
Um stj órnarskrármálið segir svo í fundarskýrslunni: „Á fundin-
um kom fram sú skoðun að halda fastlega áfram stjórnarskrárbreyt-
ingu þeirri, er samþykkt var á Alþingi 1885 og 1886.“ Kjörfundur-
inn var haldinn að undirlagi þingmanns Snæfellinga, sem þá var
Páll Briem.
Fyrir Dalasýslu var kosinn á kjörmannafundi að Hvammi 22.
júní Pétur Fr. Eggerz, óðalsbóndi í Akureyjum. Varafulltrúi var
kosinn Indriði Gíslason, óðalsbóndi á Hvoli.
Fundinn sóttu kjörmenn úr öllum hreppum sýslunnar nema
Hörðudalshreppi, og sést ekki, að þar hafi átt sér stað kosning kjör-
manns eða kjörmanna. í hinum hreppunum, sem voru sjö, voru alls
kosnir 15 kjörmenn, og sóttu 13 þeirra kjörfund. Meðal kjörgagna
eru kjörskrár úr fimm þeirra hreppa, sem kusu kjörmenn, og voru
kjósendur til Alþingis þar 139, en 79 eða 56,83% tóku þátt í kosn-
ingum kjörmanna. í sýslusafn Dalasýslu í Þjóðskjalasafni vantar
alveg heimildir um kj ósendaf j ölda sýslunnar 1888.
í fundarskýrslunni er ekki getið umræðna né ályktana hvorki um
stjórnarskrármálið né önnur mál. En í kjörbréfum sumra kjörmanna
er lýst yfir eindregnu fylgi við stefnu þinganna 1885 og 1886 í
stj órnarskrármálinu og jafnvel minnzt á fleiri mál.
Þingmaður Dalamanna, síra Jakob Guðmundsson, hafði í kjör-
dæmi sínu forgöngu um allan undirbúning að Þingvallafundi.
Fyrir Barðastrandarsýslu var kosinn Sigurður Jensson prestur í
Flatey, en þar sem hann var alþingismaður var kosning hans ekki í
samræmi við tilgang Þingvallafundarins, enda sótti síra Sigurður
ekki fundinn. Úr Barðastrandarsýslu eru ekki til kjörgögn.
Fyrir ísafjarðarsýslu voru kosnir á kj örmannafundi á ísafirði 30.
júlí Skúli Thoroddsen, bæjarfógeti á ísafirði, með 20 atkvæðum og
Þorsteinn Benediktsson, prestur á Rafnseyri, með 12 atkvæðum.
Varafulltrúa telur Þjóðviljinn Árna Sveinsson, snikkara á ísafirði,
sem fékk 10 atkvæði á kjörfundinum.
Kjörmenn höfðu verið kosnir í öllum hreppum ísafjarðarsýslu
nema Sléttuhreppi, tveir fyrir hvern hrepp og einnig tveir fyrir ísa-
fjarðarkaupstað, alls 28, en 21 kjörmaður sótti fundinn.