Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 263
SKIRNIR
RITDÓMAR
257
ferðin heim
inn í hjörtu mannanna.
Fleiri dæmi má taka um ólíka meÖferð svipaÖra viðfangsefna, t. d. Skáldið í
Stund og stööum og Burtfijr í Innlöndum, sem er nánast háð um afstöðu og
orðfæri fyrra kvæðisins. Utlegðin í Stund og stöðum setur fram í almennum
dráttum meginstef Innlanda, en það hlýtur margvíslegri og hlutstæðari út-
færslu í síöari bókinni.
í Stund og stöðum er reynt að sætta andstæöurnar, draga tvíhyglina saman
í eitt, í síðasta kvæði bókarinnar um Guðinn Janus sem klýfur ekki heiminn
í gagnstæður heldur sameinar allt sem augu hans skoða: náttúru, hluti og
menn. í Innlöndum er einnig gerð tilraun til að sætta andstæðumar sem dregn-
ar eru upp í fyrsta hluta bókar. En nú er ekki um neitt jafnhiklaust og ótví-
rætt svar að ræða og í Guðinum Janusi, heldur er eins og skáldið sé í öllum
þriðja hluta bókar að þreifa fyrir sér, prófa sig áfram í leit að svari. Bókin
endar á kvæði sem er á allan hátt hógværara og hljóðlátara en lokakvæði Stund-
ar og staða, en engu síður hygg ég að það eigi eftir að reynast langlífara í
landi.
Almennt má sega um hina nýju bók Hannesar Péturssonar, að hún sé að
vissu leyti heilsteyptasta bók hans og persónulegasta. Sé litið á formið hefur
Hannes horfið frá þeim margbrotnu formþrautum sem hann fékkst oft svo
glæsilega við í fyrri bókum sínum en stefnt í staðinn að meiri nákvæmni í
orðalagi, knappari stíl án aukaatriða, betra jafnvægi í byggingu. Em þetta
raunar allt stíleinkenni sem Hannes hefur lagt stund á öðrum þræði allt frá
fyrstu bók sinni, en hefur ekki hreinræktað fyrr en nú.
Fróðlegt er fyrir þann sem fýsir að skoða hverjum breytingum skáldlist Hann-
esar hefur tekið frá því hann gaf út fyrstu bók sína, að bera saman nýlega
útkomna aðra og endurskoðaða útgáfu Kvæðabókar við fmmgerð hennar. Við
endurskoðunina hefur Hannes gert fjölmargar og róttækar breytingar á mörg-
um kvæðanna og fellt nokkur kvæði alveg niður. Hér er ekki staður til að
gera rækilegan samanburð með dæmum, en breytingamar miða fyrst og fremst
í þá átt að lagfæra klunnalegt eða smekklaust orðalag, skerpa og lagfæra
myndir, fella burt óþarfa hluti og draga úr þar sem of mikið hefur verið sagt.
Sem dæmi um þetta flest, ef ekki allt, má taka upphafið að Galdra-Loftur sœrir,
sem er þannig í fyrstu gerð:
Er von að kirkjan þoli þvílík býsn
svo þjösnalegan hamagang; hún riðar
sem leiki jörð á skjálfi, hryðja skörp
skelli með gný á veggjum, þruma dynji
og logatungu skjóti um þakið þvert.
Eftir að Hannes hefur heflað og lagfært verða línurnar svona:
17