Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 20
18
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Þegar Ari setti saman íslendingabók, virðist auðsætt, að til hafi
verið óljósar sagnir bæði um Ingólf og Úlfljót. Fátt var sjálfsagðara
en að sá, sem ritaði sögu íslenzku þjóðarinnar, reyndi að grafast fyr-
ir um það, hver hefði verið fyrstur landnámsmaður íslands. Bent
hefur verið á, að saga Gyðinga hafi hlotið að örva þjóð eins og ís-
lendinga til að vita „upphaf sinna landsbyggða“, og hafði því sá, er
skráði sögu þeirra, ákveðnar fyrirmyndir.22 Fyrir Ara hefur orðið
óljós sögn um Ingólf, sem ekki hefur fengizt nánari vitneskja um,
sögn, sem lítill sannsögulegur fótur hefur verið fyrir eða jafnvel
enginn.
Af íslendingabók er auðsætt, að Ari veit fjarska lítið um Ingólf,
en í inngangsköflum Landnámu er ýtarlegri frásögn af honum, og er
hún helzta heimildin. Verður því ekki skilizt viðunanlega við þetta
efni, nema farið sé fáeinum orðum um frásögn Landnámu.
Ekki ætti að vera þörf á að rifja upp jafn alkunnan fróðleik
og lýsingu Landnámu á för Ingólfs til íslands og búsetu hans. Frá-
sögnin ber með sér, að Ingólfur og Hjörleifur eru börn síns tíma
um hermennsku og herfarir — „fóru í hernað með sonum Atla jarls
ins mjóa af Gaulum" - en þó má glöggt greina athyglisverðar and-
stæður.
Ingólfur er í reynd friðsamur og lítt við hernað kenndur, nema
þá er hann á hendur að verja, svo sem í viðureigninni við Atla jarl
af Gaulum, eða harma að reka, eins og er hann hefndi Hjörleifs
fóstbróður síns. Sérstakt íhugunarefni er, hversu mikil áherzla er
lögð á trúhneigð hans. Hann efnir til mikilla blóta, áður en hann
leggur upp í Islandsför sína og byggir sér bústað að tilvísan guð-
anna. Ingólfi vegnar vel, og hann hefur allt yfirbragð gæfumanns.
Hjörleifur er önnur manngerð. Hann er miklu herskárri og ekki
trúmaður - „vildi aldrei blóta“ eins og komizt er að orði í Land-
námu. Þegar þrælar hafa vegið hann, sér Ingólfur „svo hverjum
verða, ef eigi vill blóta“. Ogæfa fylgir hinum herskáa trúleysingj a.
Nánustu niðja Ingólfs er annars lítt getið, hvorki í Landnámu né
öðrum heimildum og Reykvíkingar hverfa skjótlega alveg af sviði
sögunnar, eins og áður er rakið.
Fyrr hefur verið fjallað um hugsanlegar skýringar og skal það
ekki endurtekið hér. En einni spurningu er enn ósvarað: Hver er
skýring þess, að Ingólfur og allt sifjalið hans fær á sig þessa mynd