Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 183
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
177
segir, að fundurinn væri haldinn af kosnum mönnum úr 8 hrepp-
um sýslunnar, en í henni voru 11 hreppar. í bréfinu greinir ekki, hve
margir væru kjörmenn og ekki heldur með hve mörgum atkvæðum
fulltrúar væru kosnir á Þingvallafund. Frá þessu segir nánar í Þjóð-
ólfi 24. júlí og ísafold 25. sm. Hrepparnir þrír, sem ekki áttu full-
trúa á kjörfundi og alls ekki munu hafa kosiö kjörmenn, voru Hafna-
hreppur, Miöneshreppur og Rosmhvalaneshreppur. í sex hreppum
voru kosnir ýmist tveir eða þrír kjörmenn en í tveim hreppum aðeins
einn úr hvorum. Jafnréttis vegna varð það ofan á, að einungis einn
kjörmaður úr hverjum þessara átta hreppa skyldi taka beinan þátt
í kosningu til Þingvallafundar. Þegar lokið var umræðum á kjör-
fundinum, héldu kjörmennirnir átta, sem kosningarrétt höfðu, fund
með sér og kusu þá á Þingvallafund sem fyrr segir. Atkvæðatölurnar
eru teknar eftir Þjóðólfi.
í erindisbréfi Hannesar Hafsteins var honum falið að bera fram
á Þingvallafundi „þá skoðun fundarins í Hafnarfirði“, að heppi-
legast væri, að Þingvallafundurinn sendi konungi ávarp, er vottaði
honum þakklæti íslendinga fyrir þann landsföðurlega hug, er hann
hefði sýnt þeim, síðan hann kom til ríkis fyrir 25 árum, og að kon-
ungur yrði beÖinn í sama ávarpi að leggja fyrir næsta Alþingi
„frumvarp til stjórnarskrárlaga“, er fullnægði betur óskum og þörf-
um landsmanna en gildandi stj órnarskrá. Enn fremur, að þegar yrðu
sendir tveir vel hæfir menn á fund konungs til að flyija þetta mál
fyrir honum. Um stjórnarskrármálið að öðru leyti var fulltrúinn
beðinn að lýsa yfir því, að eins og fundurinn að svo komnu ætlaði
samningsleiöina hina farsælustu, þá vildi hann ekki taka neina
ákvörðun um það, á hvern hátt málinu yrði bezt fram fylgt og hinu
fyrirhugaða takmarki náð, fyrr en það sæist, hver árangur kynni að
verða af þessari tilraun.16
Að niðurlagi segir í erindisbréfinu, að allir hinir kosnu fulltrúar
hafi samþykkt það, en við þetta stendur innan sviga: „Einn með
þeirri athugasemd, að hann sé samþykkur ávarpsleiðinni sem auka-
vegi, en þinglegri óþreytandi baráttu sem aðalþjóðleið að takmark-
inu, fullkominni sjálfstjórn íslands.“1T
Auk stjórnarskrármálsins voru ýmis önnur þjóðmál rædd á kjör-
fundinum, en ekki voru samþykktar fundarályktanir í neinu máli.
í sumum hreppum Gullbringu- og Kjósarsýslu munu kosninga-
12