Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 122
116
ROBERT COOK
SKÍRNIR
nákvæmni hans er bein vísbending um, að það eigi ekki aðeins að
þýða hann orðrétt heldur sé það líka framkvæmanlegt. Eins og Eliot
hefur bent á, þá er Dante „það skáld, sem náð hefur lengst í því að
tala til alls heimsins á nýju málunum“;11 „fleira fer forgörðum þeg-
ar Shakespeare er þýddur á ítölsku en þegar Dante er þýddur á
ensku“.12 Enska Shakespeares er staðbundin og þjóðleg, þar sem aft-
ur á móti ítalska Dantes er algild og alþjóðleg.
Af þessu leiðir, að Dante er allra skálda auðþýddastur. Guðmund-
ur hefur valið réttan höfund til að gera tilraun til að þýða verk
eftir úr öðru máli en frummálinu. Það eru meiri líkur til þess, að
slík tilraun heppnist með Dante en með nokkurt annað skáld. Hefði
Guðmundur þýtt orðrétt þann Temple Classics-texta, sem hann hafði
fyrir framan sig, þá hefði hann komizt furðunálægt kvæði Dantes
bæði í crðfæri og stíl.
Svo óheppilega vill til, að Guðmundi tekst hvorki að höndla stíl
Dantes né þýða hann orðrétt. Á ótal stöðum bætir Guðmundur inn
í orði og orði, sem fyrirfinnst ekki í frumtextanum. „0 vita intera
d’amore e di pace („Ó eining lífs í kærleik og friði“) í Paradiso
XXVII, 8, verður hjá honum „Ó, eining lífs í kærleik, tign og friði
(bls. 131). Og þessi óbrotnu orð Virgils við Dante, sem stendur ógn
af því að fara yfir eldvegginn, er skilur hann frá hinni jarðnesku
paradís:
or vedi, figlio,
Tra Beatrice e te é questo muro. (Purg. XXVII, 35-6)
(„Sjá nú, sonur! Milli Beatrísu og þín er þessi veggur.“) Guðmund-
ur segir:
Þann vegg að spora, eitt þig mundi leiða
til Beatrice, æskuástar þinnar. (bls. 92)
Og þessi einföldu orð Beatrísu við Dante um getuleysi hans til að
átta sig á þeim stað, sem hann er nýkominn til:
Tu stesso ti fai grosso
Col falso immaginar, si che non vedi
Ciö che vedresti, se l’avesse scosso. (Para. I, 88-90)
(„Þú íþyngir sjálfum þér með falskri ímyndun, svo þú sérð ekki