Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 192
186
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
firði, Siglufirði né Grímsey, en það væri af því, að þeim hefði verið
lítt mögulegt að koma. Vitnaði í bréf Grímseyinga, sem fyrr er
getið, sagði að í Olafsfirði og Siglufirði væru menn eindregnir með
stjórnarskrármálinu, og væri þetta skoðun allra Eyfirðinga nema
nokkurra embættismanna.
Hannes Hafstein kvað sitt erindi vera nokkuð í aðra átt en þeirra,
er talað höfðu á undan honum. Hann vitnaði til erindisbréfs síns frá
kjörmannafundinum í Hafnarfirði, sem lesið hafði verið upp í heyr-
enda hljóði eins og fyrr segir. Sagði, að það væri skoðun þess fund-
ar, sem sér væri falið að flytja fram, að í bráðina mundi heppilegast,
að Þingvallafundurinn sendi konungi ávarp, þar sem meðal annars
væri látin í ljósi sú ósk, að af stj órnarinnar hálfu yrði lagt fyrir Al-
þingi frumvarp til endurskoðaðrar stjórnarskrár. I erindisbréfinu
væri ekkert ákveðið um það, hvað gera skyldi, ef þetta yrði fellt, en
aðeins tekið fram, að fundurinn teldi samningsleiðina heppilegasta
að svo komnu. Þessi aðferð færi eiginlega ekki fram á frestun á end-
urskoðunarmálinu sjálfu, heldur væri þetta tilraun til að leita að
samkomulagsgrundvelli og liðka málið sem bezt í hendi sinni. Hún
héldi málinu vakandi og væri betri en sú aðferð að kasta örfátæku
land í bágustu kjörum blint inn í stjórnarbaráttu, sem væri næsta
tvísýn, kostaði landið stórfé og drægi hugann frá öðrum bráðnauð-
synlegum störfum.
Ræðumaður kvaðst eigi neita því, að ýmsir gallar væru á gildandi
stj órnarskrá, en taldi þá eigi þannig vaxna, að lífsspursmál væri fyrir
landið að laga þá þegar í stað. Stj órnarskráin stæði eigi í vegi fyrir
persómdegu frelsi manna, svo að hver einstaklingur gæti fyllilega
notað sína krafta, og eigi þyrfti að óttast, að landi voru yrði steypt
í neinn háska með gjörræðislegri valdmisbrúkun af hálfu stjórnar-
innar. Stjórnin væri ekki æðsta og einasta skilyrði fyrir velgengni
þroska og framförum. Ef stjórnarlög ættu að vera allt í öllu og ein-
asta lífsvon landsins, þá væri málshátturinn „Bóndi er bústólpi og
bú er landsstólpi“ ekki lengur sannur. Stj órnarskráin stæði oss eigi
fyrir nokkrum þrifum, þótt enn væri beðið með að breyta henni
nokkurn tíma, ef skynsamlegar ástæður væru til slíkrar biðar, og þær
taldi hann einkanlega tvær: Eigi væri enn fullhugsað, hvernig stj órn-
arskránni yrði breytt svo betur færi, og fjárhagur landsins væri að