Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 68
62
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
Þórdís svarar: „Sú er Þorbjörg út í Arnardal."
Þormóður svarar: „Engu gegnir þaff, að ég hafi kvæði ort um Þorbjörgu. En
hitt er satt, að ég orti um Jjig lofkvæði, þá er ég var í Arnardal, því að mér
kom í hug, hversu langt var í milli fríðleiks þíns og Þorbjargar og svo hið
sama kurteisi. Er ég nú til þess hér kominn, að ég vil nú færa þér kvæðið.“
Þormóður kvað nú Kolbrúnarvísur og snýr þeim erindum til lofs við Þórdísi,
er mest voru ákveðin orð, að hann hafði um Þorbjörgu ort. Gefur hann nú Þór-
dísi kvæðið til heilla sátta og heils hugar hennar og ásta við sig. Og svo sem
myrkva dregur upp úr hafi og leiðir af með litlu myrkri, og kemur eftir bjart
sólskin með blíðu veðri, svo dró kvæðið allan óræktar þokka og myrkva af
hug Þórdísar, og renndi hugarljós hennar heitu ástar gervalla til Þormóðar
með varmri blíðu.
Veðurbrigðin í skapi Þórdísar, frá því að hún snýr öxl viS Þor-
móSi, unz hann vinnur traust hennar meS fagurgala, yrSu nægilega
skýr, þótt líkingunni undir lokin væri sleppt, og í öSrum Islendinga-
sögiun yrSi slík mynd vandfundin. En kaflinn í heild sýnir einnig
merkilegt einkenni sagnanna: hve snilldarlega fornum höfundum
gat tekizt aS lýsa smáatvikum, gera hátterni fólks svo skýrt fyrir
sjónum lesenda, aS allt virSist vera Ijóslifandi. Hér eins og annars
staSar í sögunum er þaS ekki einhver dularfull arfsögn, sem stýrir
penna höfundarins, heldur lýsir hann persónum sínum af þeim skiln-
ingi, sem reynsla hans sj álfs gat ein léS honum.
1 Um rannsóknir á aldri einstakra sagna má lesa í inngöngunum að íslenzk-
um fomritum. Nýjasta yfirlit um þetta efni er í bók Einars Ól. Sveinssonar,
Ritunartími Islendingasagna, 1965. (Áður komin út í enskri þýðingu, Dat-
ing the Icelandic Sagas, 1958.)
2 í riti sínu Um íslenzkar fornsögur, 1968, sem upphaflega kom út á dönsku
árið 1953 undir heitinu Sagalitteraturen í safnritinu Nordisk kultur, reynir
Sigurður Nordal að flokka sögumar eftir aldri og listarþroska. Af niður-
stöðum sínum dregur hann síðan ályktanir um þróun og hnignun þessara
bókmennta. En skoðanir hans em þó nokkuð hæpnar, sumar hverjar.
3 Við rannsóknir á sögunum eins og raunar á bókmenntum yfirleitt er ávallt
hætt við káki nema byggt sé á traustri sögulegri þekkingu. A slíkt ekki ein-
ungis við um atburði, heldur einnig alla gerð þjóðfélagsins. Um sögu Is-
lendinga frá upphafi og fram til loka þjóðveldis sjá rit Jóns Jóhannes-
sonar íslendinga saga I, 1956, og Björns Þorsteinssonar Ný íslandssaga -