Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 205
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
199
væri alveg röng. En Jón var einn af höfundum þessa ákvæðis og
varði það á fundinum. Sagði þetta eðlilega ákvörðun setta til trygg-
ingar gegn gjörræði stj órnarinnar, gegn því, að hún gæti setið að
völdum í trássi við þing og þjóð. Endurskoðunarmenn hefðu ekki
blindandi heldur að vel hugsuðu ráði sett þessa ákvörðuní frumvarp-
ið 1887. „Vér eigum að gangast við því og vera stoltir af því, en
hvorki þræta fyrir það né reyna að laumast frá því,“ sagði Jón.
Jón skildi orð Benedikts Sveinssonar um nauðsyn á eflingu hand-
iðna svo, að hann vildi lögleiða verndartolla, en taldi þá stefnu úrelt
og fjarstætt „princip“.
Að lokum tók Jón undir það, sem Benedikt Sveinsson hafði áður
sýnt fram á, að ávarp til konungs um stjórnmál frá fundi sem Þing-
vallafundinum væri endileysa. Vegurinn til að framfylgja stjórnar-
skrármálinu væri einn aðeins, frumvarpsvegurinn.
Jakob Guðmundsson, alþingismaður, sagði að á kjörmannafundi
í Dalasýslu hefði engum dottið í hug að stinga upp á ávarpi, og
á fundi á Sauðafelli hefðu allir sagt, að þeir skildu ekkert í þeim,
sem vildu senda ávarp. En þeir vildu senda öllum konungkj örnum
þingmönnum skorinort ávarp um að halda með þjóðinni í stjórnar-
skrármálinu, og skoraði hann á fundinn að taka þá uppástungu til
greina.
Jón Jónsson, prófastur, sagði, að mörgum hefði fallið illa, að
stj órnarskráin skyldi falla árinu áður, en nú taldi hann ástæðu til að
gleðjast að sínu leyti eins yfir þeim brennandi áhuga á endurbættri
stj órnarskrá, sem nú lýsti sér hvaðanæva, einnig í þeim héruðum,
sem þá hefðu verið talin móti stj órnarskrárbreytingunni eða amk.
meiningarlaus um hana. í Skaftafellssýslum væri það vilji manna að
halda stj órnarskrármálinu áfram til þrautar.
Jón Jónsson frá Sleðbrjót kvað það eindreginn vilja Norðmýlinga
að halda stjórnarskrárbreytingunni áfram í frumvarpsformi, og létu
þeir sér alls eigi vaxa aukaþingskostnaðinn í augurn. „Vér í Norð-
ur-MúlasýsIu viljum skora á þingið að halda málinu til streitu,“
sagði Jón.
Páll Pálsson, prestur, sagði meðal annars, að það væri kostnaður
fyrir þjóðina að fá nei á nei ofan. Td. kostuðu synjanir um laga-
skóla eins mikið og lagaskóli væri kominn á. Hann kvaðst sann-
færður um, að ávarp væri alveg gagnslaust auk þess, sem það væri