Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 124
118
ROBERTCOOK
SKÍRNIR
(það er sú stund) er hinn nýi pílagrímur fær sting í hjartastað, heyri
hann bjöllu í fjarska sem virðist gráta daginn, sem deyr.“) Guð-
mundur segir:
Sú stund var nær, er mildu valdi vekur
viðkvæmni og þrá í hjörtum sæfaranna
á kveðjudegi, er kvöldið nálgast tekur,
og pílagrímsins ást til æskuranna,
er angurvær af sorg við dagsins endi
kvöldklukknahringing berst um byggðir manna. (bls. 81)
Nú væri ekki úr vegi að gera nokkrar athugasemdir við stíl Guð-
mundar: I fyrsta lagi er „volge il disio e intenerisce il core“ miklu
heilsteyptara en þessi óljósu rómantísku orð, sem hér fara á eftir:
„mildu valdi vekur viðkvæmni og þrá í hjörtum“. Þess ber að gæta
að „disio“ eða „þrá“ er ríkjandi afl í hugarheimi Dantes
og þess vegna skiptir það miklu máli hvert henni er beint. Það sem
meginmáli skiptir í þessari líkingu er, að þrá sjómannanna er
beint á þessum tíma dags í öfuga átt við stefnu skipsins. Þetta hug-
tak á að haldast, af því að í því er fólgin þrá Dantes sjálfs á þess-
um stað og hættan á að hann gleymi hvert ferð hans er heitið. I
öðru lagi er seinni hluti setningarinnar: „e intenerisce il core“ ekki
endurtekning á þeim fyrri. í þýðingu Guðmundar verður munur-
inn á „disio“ og „core“ óljós. I þriðja lagi fyrirfinnast ekki orðin
„er kvöldið nálgast tekur“ hjá Dante, og ber því miður ekki á
öðru, en hér sé sagt með gróflega berum orðum það sem ætlazt var
til, að samlíkingin gæfi óbeint í skyn. Guðmundur er ef til vill
hræddur um, að lesendur geti ekki gert sér skýringarlaust grein
fyrir, að sú stund sem Dante er að ræða rnn eru Ijósaskiptin. í
fjórða lagi er pílagrímur Dantes „nuovo“ (,,nýr“). Þessu sleppir
Guðmundur. Þetta er mikilvægt atriði hæði vegna þess, að Dante
er sjálfur nýr pílagrímur og líka vegna hins, að það liggur í
hugtaksins eðli, að nýr pílagrímur þjáist meira af heimþrá. í
fimmta lagi stendur ekkert um „æskuranna“ hjá Dante og er því
orði ofaukið. I sjötta lagi er það sama að segja um „byggðir
manna“. Tilhneiging Guðmundar til að útskýra og útlista er mjög
ólík Dante. Fleiri dæmi um slíkt má víðar finna eins og „æskuástar
þinnar“, sem þegar hefur verið vitnað til, svo og lýsing í sömu kviðu
á slöngu, sem „dróst á kviði“ (bls. 85). Við vitum öll, að Beatrísa