Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 203
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
197
Fundi var frestað kl. 3^4, en kl. 5 var fundur settur aftur og haldið
áfram umræðu um stj órnarskrármálið.
Jón Einarsson vildi eindregið fylgja fram stjórnarskrárbreyting-
unni í frumvarpsformi sem 1885 og 1886. Taldi fullrætt um ávarps-
formið, en skoraði á þingið að halda málinu áfram til streitu.
Stefán M. Jónsson sagði, að meðal Húnvetninga væru deildar
skoðanir um stjórnarskrármálið, en taldi sér óhætt að fullyrða, að
yfirgnæfandi meirihluti væri með stj órnarskrárbreytingu í frum-
varpsformi. Andróðurinn væri mestur úr selstöðum hinna dönsku
kaupmanna. Kvaðst mótfallinn ávarpsveginum og sagði, að áhugi
kjósenda sinna á stj órnarskrárbreytingu kjördæmisins hefði á síð-
asta þingi verið á móti hinni endurskoðuðu stjórnarskrá.
Pétur Fr. Eggerz kvað Dalamenn eindregna með því að halda
stjórnarskrármálinu fram til hins ýtrasta, hvort sem stutt eða langt
væri að bíða málaloka. í Dalasýslu heyrðist hvergi minnzt á ávarps-
form. Fjárkostnaðurinn væri engin grýla fyrir Dalamenn, því að
hann gæti naumast orðið meiri á mann en sem svaraði hálfu dags-
verki.
Pétur Jónsson sagði, að svo sem kunnugt væri hefði stj órnarskrár-
málið fylgi kjósenda í Þingeyj arsýslu. Viðbáruna um aukaþings-
kostnaðinn taldi hann ekki mikils virði. Margir teldu nauðsynlegt
að hafa þing á hverju ári, og með því taldi hann mjög margt mæla.
Aukaþing gæti tekið fyrir öll mál nema fjármál, og gætu störf þess
auk stjórnarskrárinnar verið mikils virði.
Jón Olafsson, alþingismaður, var sammála Hannesi Hafstein um
bágborinn fjárhag landssjóðs. Sagði, að landssjóð vantaði hand-
hært fé, og hann gæti ekki borgað skuldir sínar, ef sviplega væri eftir
gengið. Þetta mætti ekki svo til ganga og á þessu yrði að ráða bót,
eins og forseti fundarins hefði nýlega brýnt fyrir almenningi í blaði
sínu.23
Jón kvaðst vera sammála Hannesi Hafstein hingað en ekki lengra.
Þetta, sem þeir væru sammála um, kæmi stjórnarskránni ekkert við.
Landsbúskapurinn væri jafn slæmur, þótt ekkert væri hreyft við
stjórnarskránni, og tekjur landssjóðs þyrfti að auka hvort sem væri.
Annars væri það eftirtektar vert, að kostnaðarviðbáran í stjórnar-
skrármálinu skyldi koma frá embættismönnum og öðrum mótstöðu-
mönnum endurskoðunarmálsins, en einmitt þessir sömu menn væru