Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 15
SKÍRNIR
SENDIFÖR ÚLFLJÓTS
13
hefur þá þegar verið myndaður valdahópur í íslenzku þjóðfélagi
fyrir upphaf allsherj arríkis. Þessi valdahópur virðist hafa haft for-
göngu um stofnun Alþingis og verið áhrifamestur þar í upphafi.
Áttu þeir, sem til hans töldust, langauðveldast með alla þingsókn,
enda má eindregið ætla, að hagsmunir hans hafi að einhverju leyti
ráðið vali Þingvalla sem samkomustaðar Alþingis.
Sigurður Nordal hefur leitt rök að því, að ein höfðingjaætt, niðj-
ar Bjarnar bunu hersis úr Sogni í Noregi, hafi átt einna mestan þátt
í stofnun allsherj arríkis á íslandi; þessi ætt hafi m. a. verið fyrir-
ferðarmikil í Kj alarnesþingi. Hníga veigamikil rök að því, að ætt
Bjarnar bunu hafi myndað uppistöðu í valdahópniun kringum
Kj alarnesþing. Af íslendingabók virðist mega ráða, að Þorsteinn
Ingólfsson hafi verið oddviti valdahóps þessa, en hann er talinn hafa
verið sonur Ingólfs Arnarsonar eins og kunnugt er. Til hins sama
bendir einnig það, að Reykjavíkurgoði nefndist allsherjargoði og
hafði það hlutverk að helga Alþingi.12
1 Landnámabók er Ingólfur talinn fyrstur landnámsmaður og
frægastur þeirra allra.13 Merkilegt má heita, hversu lítið er um
ætt hans og ævi vitað. Ari getur ættar hans að engu, nefnir t. a. m.
hvorki föður hans né aðra forfeður, og öðrum heimildum ber ekki
saman um það efni. Hann hefur verið talinn skyldur eða tengdur
ætt Bjarnar bunu og þar vitnað til Þórðarbókar Landnámu, en sann-
ast sagna er það allsendis óvíst. Er skemmst frá því að segja, að allt
er mjög á huldu um ætt hans.14 Við lestur á hinum ósamhljóða ætt-
artölum verður þeirri hugsun naumast brott hrundið, að þær styðjist
öllu meira við þjóðsögur og munnmæli en staðreyndir. Ekki er þó
tóm til að rökstyðja þetta nánar hér eða fjalla að öðru leyti frekar
um það. Um niðja Ingólfs er einnig afar margt ólj óst.15
Þá má það ekki síður merkilegt heita, einkum þegar ummælin í
Landnámu um frægð hans eru höfð í huga, hversu lítið er um ævi
hans vitað, m. a. er engin sérstök saga af honum skráð. Hans er
hvergi getið að neinu ráði nema í íslendingabók, Landnámabók og
Kjalnesinga sögu.16
Um Ulfljót er sama að segja. Sárafátt er um hann vitað, eins og
vikið var að hér áður.17 Ari getur að engu ættar hans og ræðir um
hann fremur ókunnuglega, sbr. orðin „maður austrænn . . . sá er
Ulfljótur hét“. Aðrar heimildir segja hann í móðurætt vera afkom-