Skírnir - 01.01.1969, Side 212
206
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
skrárendurskoðuninni í frumvarpsformi í þá stefnu, sem farið er
fram á í aðalályktuninni í þessu máli.“
Af þannig lagaðri yfirlýsingu sagði fundarstjóri, að greinilega
sæist skoðun og vilji Þingvallafundarins, og þá kæmi áskorunin
sjálf úr réttum stað, frá kjósendum hvers þingmanns fyrir sig.
Fulltrúarnir Arnór Árnason, Jón Einarsson og Stefán M. Jónsson
töluðu með breytingartillögu fundarstj óra. Á móti henni og með
tillögu nefndarinnar óbreyttri töluðu auk framsögumanns fulltrúarn-
ir Jón Steingrímsson, Páll Pálsson, bóndi, Þórður Guðmundsson,
Páll Pálsson, prestur, Jón Jónsson, prófastur, og Guttormur Vigfús-
son, einnig alþingismennirnir Benedikt Sveinsson, Jakob Guðmunds-
son og Sigurður Stefánsson. Auk fulltrúa og alþingismanna talaði
síra Jens Pálsson, tók undir það, sem Þórður Guðmundsson hafði
sagt um afstöðu manna í Gullbringu- og Kjósarsýslu til stjórnar-
skrármálsins og fylgdi tillögu nefndarinnar. Aðalröksemd þeirra,
sem henni fylgdu, var, eins og Skúli Thoroddsen komst að orði, að
hver alþingismaður væri þingmaður fyrir allt landið, en ekki aðeins
fyrir sitt kjördæmi, og því hefði þessi Þingvallafundur fullkominn
rétt til að koma fram með þessa tillögu. Jakob Guðmundsson vildi
láta áskorun fundarins tmi niðurlagningu þingmennsku ná til kon-
tmgkjörinna þingmanna, en Benedikt Sveinsson sagði, að slíkt mundi
verða talinn barnaskapur, og féll það niður.
Að umræðu lokinni var gengið til atkvæða. Lögð var fram aðal-
tillaga stj órnarskrárnefndar með breytingum, sem nefndin hafði
sjálf gert á henni, og hljóðaði hún svo:
„Fundurinn skorar á Alþingi að semja og samþykkja frumvarp til
endurskoðaðra stj órnarskipunarlaga fyrir ísland, er byggt sé á sama
grundvelli og fari í líka stefnu og frumvörpin frá síðustu þingum,
þannig, að landið fái alinnlenda stjórn með fullri ábyrgð fyrir
Alþingi.“
Tillagan var samþykkt með 26 atkvæðum gegn einu (Hannesar
Hafsteins).
Þá var breytingartillaga fundarstjóra við aukatillögu stjórnar-
skrárnefndar borin undir atkvæði og felld með 23 atkvæðmn gegn
fjórum. Atkvæði greiddu með henni Arnór Árnason, Einar Jónsson,
Jón Einarsson og Stefán M. Jónsson. Loks var aukatillaga nefndar-
innar óbreytt samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu (Hannesar