Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 195
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
189
Hann lýsti sig mjög mótfallinn ávarpsleiðinni, af því, að hann væri
ekki svo langt kominn í hringlandans leyndardómum, að hann gæti
skilið, af hverju hún væri sprottin eða til hvers menn ætluðu, að hún
mundi leiða. Að undanförnu hefðu bæði efri og neðri deild Al-
þingis sent frá sér sæg af ávörpum, og hefðu þau verið nógu mjúk
í máli, fleðumælt og dekrandi við dönsku stjórnina, en árangurinn
hefði einungis orðið sá að sýna auðmýkt þingsins. Alþingi hefði þeg-
ar um of skert álit sitt með þessum ávarpagrúa. Ef nú yrði farin sú
leið að senda ávarp, mundi stjórnin skoða þetta veika barnskvak sem
vott þess, að vér værum veilir og hálfir. Það mundi ekki verða henni
hvöt að slaka til heldur mundi það miklu fremur lengja í baráttunni.
Vonaði að uppástungan um ávarp væri andvana fædd og kvaðst
einkum hafa tekið til máls til að andmæla Hannesi Hafstein.
Skúli Thoroddsen taldi aðalástæður Hannesar Hafsteins gegn
því að halda stj órnarskrármálinu fram vera þrjár: Stj órnarskráin
fullgóð og ekkert lífsspursmál fyrir landið að fá henni breytt, bág-
borinn fjárhagur landssjóðs og í þriðja lagi, að stjórnarskrárfrum-
varpið frá 1887 færi fram á grímuklætt lýðveldi, sem enginn kon-
ungur og engin stjórn gæti nokkurn tíma samþykkt.
Fyrstu ástæðunni svaraði ræðumaður með spurningu, sem hann
sagði, að menn skyldu ekki þreytast á að leggja fyrir minnihluta-
mennina upp aftur og aftur: Hvað hefur hin danska stjórn gert?
Hvað hefur hún unnið til eflingar atvinnuvegum vorum? 011 vor
barátta miðaði að því fyrst af öllu, að geta framleitt sem mesta fjár-
sjóði úr forðabúri náttúrunnar, geta látið viðskiptin ganga sem eðli-
legasta og greiðasta götu. Þetta erlenda stj órnarfyrirkomulag, hin
danska stjórn yrði að dæmast eftir því, hvað hún hefði gert til að
fullnægja þessari þörf. Hún hefði ekkert teljandi gert. Verzlunar-
málið taldi Skúli, að allir yrðu að játa að væri eitt hið þýðingar-
mesta mál hverrar þjóðar. Selstöðuverzlunin danska væri eitt vort
versta átumein, en stjórnin rígbindi verzlun vora eftir því, sem Dön-
um væri mest í hag. Það væri ekki nema eftir öðru, að stjórnin synj-
aði frumvarpi um húsetu fastakaupmanna, og væri þó allur fjöldi
kaupmanna danskir eða danskir í lund og drægju því taum danskra
hagsmuna. Þótt innlendu kaupmennirnir væru nokkrir að tölunni til,
væru þeir enn svo smávaxnir, að heita mætti að aðalkjarninn eða
mergurinn úr atvinnu vorri væri soginn úr höndum landsmanna Dön-