Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 255
SKIRNIR
RITDÓMAR
249
sama og tímaákvarðanirnar. Þó mætti segja þeim til huggunar, sem finna vilja
ákveðið og raunsæislegt sögusvið, að atvik verksins gerist í Evrópu eða á Vestur-
löndum. Ef til vill fjallar verkið um hinn eilífa og núverandi Vesturlandamann.
Margt fleira en fastmótaðan tíma og rúm skortir skáldverk þetta úr skyldugu
innbúi hefðbundinnar skáldsögu. Svo er um persónur. Við hittum hér ekki í
fyrstu köflum bókarinnar persónur, sem við fylgjumst með þroska þeirra og
þróun kafla eftir kafla. Ritskýrandi stendur hjálparlítill frammi fyrir fólki
bókarinnar, ef hann hyggst bregða á það mælistikunni um „flat and round
characters“. Enn koma í hugann miðaldamálverk með sínum tegundarmynd-
um frá madonnu til djöfuls. Og bókin er full af fólki. Úr þeim grúa -
án fastra persónulegra einkenna - rís að lestri loknum mynd tegundarinnar
manns frá fórnarbáli Caligula til napalmelda í Víetnam.
Um sinn hefur verið dvalið við atriði í frásagnartækni höfundar, sem víkja
frá hinni raunsæislegu skáldsagnahefð. Um sumt annað stendur skáldverk hans
ákaflega nærri tjáningarhætti hinnar natúralísku skáldsögu; gengur m. a. s.
feti lengra.
Mikið af lýsingum bókar eru mjög nákvæmar, næstum smásjárlegar, athug-
anir umhverfis af hreinum natúralískum toga. Það er ekki aðeins á ytra borði,
sem þessi smásjárnatúralismi birtist. Hann gegnir ákveðnu hlutverki í bókinni,
sem minnir ekki lítið á hina gömlu raunsæisstefnu. Þeir gömlu litu svo á, að
maðurinn væri ávöxtur (pródúkt) þess tíma og umhverfis, er fóstraði hann, og
örlög hans væru því nokkuð fastákveðin fyrir fram. A þennan determinisma
raunsæismanna minnir sú áherzla, sem nútímahöfundar af gerð Thors Vil-
hjálmssonar leggja á áhrif umhverfis á persónur sínar. Oft er því líkt sem per-
sónan sé þau áhrif, sem hún verður fyrir, og það, sem hún skynjar, í því rúmi,
er hún hrærist í. Þegar bezt lætur, tekst að virkja lesandann til samlífs við
persónur verksms, svo að hann verður það ljósop, sem filmar áhrif umhverfis-
ins á þær.
Stíll Thors í þessu verki er mjög persónulegur. Hann er einn örfárra ís-
lenzkra höfunda, er ráða yfir svo fastmótuðum stfl, að lesandi þekkir þá óðara
á fyrstu línunum. Myndauðgi hans er einstök. svo að á köflum kann að nálg-
ast barrokkt ofhlæði. Stfllinn er hafinn, ekki svo mjög sakir sjaldhafnarorða,
miklu fremur vegna óvæntra samsetninga og nýstárlegrar orðaraðar. Hin mikla
myndnotkun ásamt brottnámi tímarásar stuðlar að kyrrstæðum áhrifum. Á
hinn bóginn ríkja víða ofsahraði og hreyfing, sem skapa sterka spennu and-
spænis kyrrleik verksins. Þetta er eitt höfuðeinkenni stílsins. (Sjá þær línur,
sem prentaðar eru sem mottó.)
Kjarnlægt þema þessa skáldverks er Eros. I upphafi mætum við þessari mynd
frá dögum hinna rómversku keisara:
„Þetta kvöld mætti skógarkóngurinn Virbius holdtekja Júpíters gyðjunni
Díönu. Þau mættust í lundinum í mánabaði; gyðjan sveif á silfurgeislum sín-
um niður á jörðina; hún gekk á silfurbrúnni til móts við manninn sem var
guðinn um sinn og hlaut því að deyja í fyllingu.