Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 63
SKÍRNIR
UM EÐLI ÍSLENDINGASAGNA
57
sögunum, en í viðskiptum sínum við aðra menn er söguhetjan einn-
ig háð skráðum og óskráðum lögum þjóðarinnar. Flestar sögurnar
fjalla að einhverju leyti um lagahrot, auk þess sem þær lýsa siðferði-
legum frávikum. Hér er í rauninni um skyld fyrirbæri að ræða, og
oft á tíðum er lagabrotið syndsamlegt athæfi um leið. Einsætt er, að
manndráp, þjófnaður og margt annað refsivert athæfi er einnig brot
gegn kristnum siðareglum, og þau leiða jafnan til hefndar eða hegn-
ingar. Milli hvata manna, gerða þeirra og afleiðinga af verkum
þeirra er oft svo rökfast samband, að atburðakeðjan hlýtur að vera
hugsuð sem ein heild. Hér er í rauninni um að ræða eitthvert skýr-
asta einkennið á byggingu sagnanna. Það er eins og merkingin sé
oft tvíræð: á yfirborði eru víg, afrek og aðrar gerðir manna, en und-
ir því felst dýpri merking frásagnarinnar, þar sem tilgangur og hug-
arfar gerandans skiptir engu minna máli en verkin sjálf.
Einkennum sagnanna verður ekki lýst til hlítar nema gaumur sé
gefinn að þeim menningarstraumum, sem berast hingað til lands
á tólftu og þrettándu öld. Nú er málum þannig farið, að skilningur
manna á þessu tímabili hefur skerpzt og skýrzt við nýj ar rannsóknir
og ný viðfangsefni. Áður fyrr var þetta skeið í sögu álfunnar van-
rækt af fræðimönnum, sem létu stjórnast af áróðri endurreisnar-
manna, sem dáðust að fornöld Grikkja og Rómverja og einnig að
nýja húmanismanum, en töluðu hins vegar af lítilsvirðingu um mið-
aldirnar. Hugmyndir sagnfræðinga um menningu tólftu aldar voru
því að nokkru leyti arfur frá fimmtándu og sextándu öld. En þetta
hefur breytzt mjög til hins betra, því að nú kanna menn óspart frum-
heimildir frá tólftu og þrettándu öld og nema af þeim, hvernig menn
hugsuðu þá um siðferðileg og félagsleg vandamál. Komið hefur í
ljós, að um aldamótin 1100 er kominn skriður á merkilega hreyfingu
í andlegum efnum álfunnar, og er nú talað um húmanisma tólftu
aldar. Eitt af því, sem einkennir þessa stefnu, er aukinn áhugi á
manninum sjálfum, dýpri skilningur á sálfræðilegum vandamálum,
aukin virðing fyrir fólki og næmari tilfinning fyrir náttúrunni. Á
tólftu öld verður guðfræðin mannlegri og siðfræðin mannúðlegri.
Húmanisma tólftu aldar gætir víða, og hann hafði margvísleg áhrif
á hugsunarhátt manna í álfunni. Hér á landi kynntust menn ýmsum
ritum, sem heyra þessari stefnu til, eins og glöggt má ráða af kristn-
um bókmenntum íslendinga á miðöldum, í bundnu máli og óbundnu.