Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 152
146
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
varps smíð“ og það helzt, að hún hindri „alla stjórnarskrárbreytingu
um langan tíma“. BlaSiS minnir á tillögur sínar frá síSasta vori um
breytingu á stj órnarskránni, en þar sem landsmenn hafi engu viljaS
sinna þeirri breytingu, ræSur þaS ekki til aS fara fram á hana eins
og nú sé komiS. Landsmenn hafi hátíSlega lýst yfir því meS síSustu
kosningum, aS þeir vildu þá stjórnarskrárbreytingu, sem nú var
synjaS um, og enga aSra. Þeir geti því ekki beSiS um öSruvísi lag-
aSa stj órnarskrárbreytingu fyrr en tímar og ástæSur hafi breytzt.
Ef þeir færu nú aS biSja um nýja stjórnarskrárbreytingu, mundu
óvilhallir menn telja, aS í stj órnarbænum landsmanna væri svo
mikill hvikulleiki og staSfestuleysi, aS þeim væri lítill gaumur gef-
andi. Stjórnin hafi fulla ástæSu til aS neita slíkum bænum, þegar
beSiS sé um eitt í dag og annaS á morgun, nú um þetta, nú um hitt.
Sumir vilji halda fram stjórnlagafrumvarpi Alþingis óbreyttu, sam-
þykkja þaS þing eftir þing og hafa kosningar og aukaþing annaS
hvort ár svo lengi, sem konungur neiti aS staSfesta frumvarpið. Þeir,
sem þetta vilji, séu sjálfum sér samkvæmir og sýni, aS þeim hafi ver-
iS stj órnarskrármáliS verulegt áhugamál, en ekki eitthvert uppþot í
svipinn eSa glamur. En blaSiS telur slíka aSferS ótiltækilega meS
öllu, bæSi vegna kostnaSarins viS aukaþing og alþingiskosningar
annaS hvort ár og þó einkum vegna hins, aS slíkt fyrirsj áanlega
gagnslaust þráhald mundi vekja illvilja og baráttu milli stjórnarinn-
ar annars vegar og þings og þjóSar hins vegar, sem ekki væri hægt
aS segja, hve miklum skaSa gæti valdiS um langan tíma.
„Vér verSum því,“ segir blaSiS aS lokum, „aS láta þá eindregnu
skoSun vora í ljósi, aS óráSlegt sé fyrst um sinn aS hreyfa viS nokk-
urri stjórnarskrárbreytingu.“2
NorSurljósiS hóf göngu sína 10. ágúst 1886. Ritstjóri þess var til
ársloka 1889 Páll Jónsson, síSar Árdal, skáld og rithöfundur. NorS-
urljósiS var málgagn endurskoSunarmanna í stjórnarskrármálinu.
Ritstjórinn segir í ávarpi til kaupenda í fyrsta tölublaSi, aS blaSiS
sé einkum stofnaS vegna þess máls.
NorSurljósiS birti 9. febrúar 1887 kafla úr bréfi frá Jóni SigurSs-
syni á Gautlöndum. Jón segir, aS vilji þjóSin vera sjálfri sér sam-
kvæm, verSi hún aS taka stj órnarskrármáliS upp aS nýju, „svo sem
ekkert hefSi í skorizt og fylgja því meS sama áhuga og sömu alvöru
sem næstliSin tvö ár“. ÞjóSin verSi aS svara staSfestingarsynjun