Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 112
106
ROBERT COOK
SKÍRNIR
ar: þýðingu í óbundnu máli eftir Carlyle-Wicksteed, sem gefin var
út af Temple Classics, og þýðingu Dorothys Sayers í þríhenduformi.
Guðmundur, sem gerir sér fulla grein fyrir þessum vanda, vill að lit-
ið sé á viðleitni sína sem „tilraun“ (bls. 23).
Hér gerast nokkrar spurningar nærgöngular, eins og t. d. sú, hvort
rétt sé að þýða Dante „lauslega“ eða hvort þríhenduformið sé nauð-
synlegt. Getur sá, sem er ekki aðeins ólæs á móðurmál Dantes heldur
líka fjarri því að vera Dante-fræðingur, þýtt hann svo vel fari? Guð-
mundur setur okkur með öðrum orðum í vanda með eftirfarandi
spurningu: Hvernig eigum við að dæma þetta verk, sem á að heita
þýðing á einu öndvegisverki heimsbókmenntanna, en sem er um leið
aðeins hæversk tilraun byggð á takmarkaðri þekkingu?
Nærgætnast væri gagnvart Guðmundi að fjalla um þetta sem
íslenzkt nútímaljóð, en það ætti einhver annar að gera en útlend-
ingur, sem hefur ekki nægilega næmt eyra fyrir fegurð íslenzkrar
ljóðlistar. Hin leiðin er að dæma þetta verk á grundvelli þess, sem
því er ætlað að vera, sem þýðingu, og þegar það er gert er nauðsyn-
legt að hafa hliðsjón af frumtextanum.
Eðli þýðinga og ábyrgðarhluti þýðenda hefur verið mjög til um-
ræðu á undanförnum árum. Það sem mesta athygli hefur vakið í
þessu sambandi er hinn harði dómur Vladimirs Nabokovs um Púsk-
in-þýðingu Walters Arndts, sem leiddi síðar til ritdeilu í The New
York Review of Books og Encounter á milli þeirra Edmunds Wilsons
og Nabokovs út af þýðingu hins síðarnefnda á Púskin. Eftirfarandi
orð Nabokovs lýsa viðhorfi hans til þýðinga. „Listilega losaraleg
umþýðing gerir bæði að hrella höfund og svíkja lesendur. Eina
markmið og réttlæting þýðingar er sú, að hún veiti jafnnákvæmar
upplýsingar og frekast er unnt og það er aðeins framkvæmanlegt
með orðréttri þýðingu og skýringum.“3 Það eru líka til tvö gagn-
merk safnrit um þýðingar, annað gefið út af Reuben A. Brower4, en
hitt af William Arrowsmith, hinum frábæra þýðanda Petróniusar
og grískra sjónleikja.5 Við Texasháskóla hefur nýlega verið stofnað
tímarit, sem heitir Delos og er eingöngu helgað umræðum um kenn-
ingar og vinnubrögð í sambandi við þýðingar. Þó nú sé litið á
gamla viðkvæðið, sem segir að þýðing sé eins og hjákona, ýmist
falleg eða trú, en aldrei hvorttveggja, sem of grunnfærnislega skýr-