Skírnir - 01.04.1991, Page 117
SKÍRNIR
ÍSLENSKI SKÓLINN
111
Gagnrýni Maurers á verk Keysers er þó ekki það sem best hefur
haldið nafni hans á lofti í sambandi við íslendingasagnarannsóknir.
Hann gerði sjálfur mikilsverðar bókmenntasögulegar rannsóknir á
Islendingasögum og má þar sérstaklega nefna merka ritgerð er nefnist:
Ueber die Hænsa-Þóris saga og kom út árið 1871. I þessari ritgerð
hugar Maurer að frumgerð og ritunartíma íslendingasagna.
Rannsóknarviðhorfið sem þarna kemur fram og eins rannsóknar-
aðferðin áttu sér hliðstæður í Biblíurannsóknum þessara tíma í
Þýskalandi. Á sama hátt og Biblíufræðingarnir reyndu að finna
rittengsl á milli einstakra rita Nýja testamentisins, þannig reyndi
Konrad Maurer að finna rittengsl á milli þeirra íslensku fornrita sem
hann beindi rannsókn sinni að. Með þessu verki lagði Konrad Maurer
grunninn að heimildagagnrýni í rannsóknum Islendingasagna.
Meginviðfangsefni Konrad Maurers í fyrrnefndri ritgerð var að gera
samanburð á Islendingabók og Hænsa-Þóns sögu. Svo vill til að
Islendingabók nefnir til nokkur atriði sem fyrir koma í Hænsa-Þóris
sögu og ber talsvert á milli þessara tveggja rita um ýmis atriði. Fræði-
menn sem um þetta höfðu fjallað fyrir 1870 höfðu margir hverjir
tekið Hænsa-Þóris sögu sem jafngilda heimild og Islendingabók, en
þessum meginniðurstöðum eldri fræðimanna hnekkir Konrad Maurer
í áðurnefndri ritgerð. Gerir hann ítarlega grein fyrir heimildargildi
Islendingabókar og Melabókar Landnámu annars vegar og Hxnsa-
Þóris sögu hins vegar, sem hann rökstyður að sé miklu yngra rit og
óáreiðanlegra í alla staði (Maurer 1871,19 o.áfr.).
Til dæmis um hver tímamót þessi ritgerð markaði og hve vel niður-
stöður Konrad Maurers hafa staðist tímans tönn vil ég vitna hér til
orða Sigurðar Nordals í formála fyrir Hænsa-Þóris sögu í Islenzkum
fornritum III sem fyrst birtist 1938, en síðar óbreytt 1956. Þar segir:
Um Hænsa-Þóris sögu samdi Konrad Maurer stórmerka ritgerð, sem
prentuð var í Munchen 1871. Þar gerði hann í öllum meginatriðum
rétta grein fyrir sambandinu milli heimildanna og sýndi fram á, að Ara
væri í hvívetna betur trúandi en sögunni. Hann varð fyrstur manna til
að skilja gildi Þórðarbókar Landnámu (Melabókar). Seinna ritaði Björn
M. Ólsen um samband sögunnar og Landnámu, og styðst hann þar að
mestu leyti við Maurer og fellst á skoðanir hans. Mikið af niðurstöðum
þeirra tel ég svo óyggjandi, að nægilegt sé að skýra frá þeim, án þess að
endurtaka röksemdafærslu þeirra. (IF III, IX-X)