Skírnir - 01.04.1991, Page 144
138
HELGA KRESS
SKÍRNIR
Ásgerður og Þorkell bæla vandamálið, þagga það niður: „Eigi hafa
þau lengi bæði saman legit, áðr en þau semja þetta með sér, svá sem
ekki hefði í orðit" (33). Spádómur Auðar um kvennahjalið gengur
eftir. Slúðrið í dyngjunni leiðir til dauða allra þeirra fjögurra karla
sem við þá sögu koma. Fóstbræðralagið má sín einskis við slúðri.
V
Rúmsenur sem þessar eru einkar athyglisverðar í Islendingasögum.
Endilangir í rúminu eru karlarnir veikastir fyrir, og þar ná konur helst
völdum. I Þorsteins sögu stangarhöggs nýtir eiginkona sér tækifærið
eftir að þau hjónin eru háttuð til að hvetja karlinn til dáða. Til þess
vitnar hún til slúðurs, sem karlinn reynir að vísa á bug með því að
segja það ómerkilegt:
Þá tekr Rannveig til orða einn aptan er þau kómu í sæng sína, Bjarni ok
hon: „Hvat ætlar þú, at nú sé tíðast talat í heraðinu?" kvað hon. „Eigi
veit ek,“ sagði Bjarni. „Margir þykki mér ómerkir í sínum orðum,“
sagði hann. „Þat er nú tíðast at ræða, at menn þykkjask eigi vita, hvat
Þorsteinn stangarhögg mun þess gera, at þér muni þurfa þykkja at
hefna. Hefir hann nú vegit húskarla þína þrjá. Þykkir þingmönnum
þínum eigi vænt til halds, þar sem þú ert, ef þessa er óhefnt, ok eru þér
mjök mislagðar hendr í kné.“ Bjarni svarar: „Nú kemr hér at því, sem
mælt er, at engi lætr sér annars víti at varnaði, en hlýða mun ek þér, hvat
er þú mælir.1
Síðan er sagt að þau hættu þessu tali og sofa af um nóttina. En um
morguninn vaknar Rannveig við, „er Bjarni tók ofan skjöld sinn“
(74), og við það fer atburðarásin af stað.
Svipað samband milli slúðurs, karls liggjandi í rúminu og hvatar
konu má sjá í Hrafnkelssögu, þegar griðkonan kemur hlaupandi inn til
Hrafnkels og manna hans þar sem þeir liggja fyrir um heyannir, eins
og Þorkell í Gíslasögu, meðan Eyvindur ríður hjá garði:
Kona ein var við vatnit ok þó lérept sín. Hon sér ferð manna. Griðkona
sjá sópar saman léreptunum ok hleypr heim. Hon kastar þeim niðr úti
hjá viðarkesti, en hleypr inn. Hrafnkell var þá eigi upp staðinn, ok
1 Þorsteins saga stangarhöggs, Islenzk fornrit XI, Reykjavík 1950, bls. 73-74.