Skírnir - 01.04.1991, Side 155
SKÍRNIR
STAÐLAUSIR STAFIR
149
Þat mæltu sumir, at vingott væri með þeim Hallgerði ok hann fífldi
hana, en sumir mæltu því í móti. (220)
Slúður liggur að baki allri frásögninni um órætt samband þeirra
Þjóstólfs, án þess að nokkurn tímann sé kveðið upp úr með það. I
brúðkaupi þeirra Hallgerðar og Þorvalds „gekk Þjóstólfr jafnan til
tals við hana [...] ok fannsk mönnum mikit um tal þeira" (32). Eitt af
einkennum slúðurs er þögn um atburðinn á meðan hann er að gerast,
og í brúðkaupi þeirra Hallgerðar og Glúms gengur Þjóstólfur um
„með öxi reidda ok lét it dólgligsta, ok lét þat engi sem vissi“ (45).
Karlarnir í fjölskyldu hennar reyna að þagga niður í slúðrinu um
Hallgerði sem ógnar sæmd allrar ættarinnar. Þannig segir Hrútur við
bróður sinn Höskuld og föður Hallgerðar, eftir dráp Þorvalds, þegar
faðir hans kemur að biðja bóta:
„[...] ok er nauðsyn að drepa niðr illu orði ok bæta honum son sinn ok
rífka svá ráð fyrir dóttur þinni, því at sá einn er til, at þetta falli niðr, því
at þá er betr, at fátt sé um talat.“ (39)
Máli sfnu lýkur hann með því að slúðra sjálfur, en í nafni sannleikans:
„,,því at, ef satt skal um tala, þá hefir dóttir þín ráðit honum banann““
(39).1 En þeir Höskuldur og Hrútur ráða ekki við slúðrið, og segir
sagan að „lengi var margtalat um víg Þorvalds“ (40).
1 Slíkar tilvísanir í sannleikann eru mjög athyglisverðar í sambandi við slúður. Þær
einkenna orðræðu karlhetja í íslendingasögum, en einnig þau rit íslenskra
fornbókmennta sem gera kröfu til að vera sagnfræðilega sönn. Þannig er Ari
fróði sífellt að árétta sannleiksgildi frásagna sinna í Islendingabók, og er stundum
engu líkara en hann sé að firra sig ámæli um staðlausa stafi. Um sannleiksgildið
vitnar hann ýmist í ákveðna nafngreinda menn, helst spaka, ónafngreinda spaka
menn almennt, eða bara sannleikann sem slíkan. Sjá Islendingabók, Islenzk
fornrit I, Reykjavík 1968: „Es sannliga es sagt at færi fyrst þaðan til íslands“ (5);
„Svá sagði Hallr Órækjuson" (8); „Þat sagði Ulfheðinn oss“ (9); „Svá hafa spakir
menn sagt“ (9); „Svá kvað Teitr þann segja, es sjalfr vas þar“ (15). „En Hallr sagði
oss svá, es bæði vas minnigr ok ólyginn“ (21). Og konan Þuríður Snorradóttir er
ekki einungis „margspök", heldur einnig „óljúgfróð" (4), sem hefur kannski þótt
sjaldgæft um konur. Ekki er Ari þó alveg öruggur um sannindi frásagna sinna eða
heimilda, eins og sjá má á frægum orðum hans í formála er hann tekur fram að
„skylt“ sé „at hafa þat heldr, es sannara reynisk" (3).