Skírnir - 01.04.1991, Page 177
SKÍRNIR
ÍSLAND OG EVRÓPUSAMFÉLAGIÐ
171
Hver sá, sem fylgist með opinberum umræðum á íslandi, getur
sannfærzt um, að þau mál, sem mönnum raunverulega liggja á hjarta,
lúta ekki að varðveizlu þjóðernis og þjóðmenningar. Að vísu skortir
ekki, að minnzt sé á málefni þessi, en það er gert með upphrópunum og
margs konar stöðluðum orðglósum, sem hver tekur upp efdr öðrum,
án þess að nokkurrar viðleitni gæti til þess að brjóta þau til mergjar. I
stað þess mótast mestallar umræður á Islandi af einhvers konar
lífsþægindafrekju eða lífsþægindagræðgi langt umfram allar eðlilegar
þarfir. Eru lífsþægindamálefni þessi rædd af slíkum hita og ástríðu, að
ekki þarf að fara í neinar grafgötur um, hvað mönnum raunverulega
liggur á hjarta. [...]
Á hinn bóginn getur að líta einkahýsi manna hlaðin íburði og óhófi
langt umfram það, sem kalla mætti eðlilegar eða jafnvel ríflegar þarfir.
Takmarkalítil tregða manna til þess að leggja fé til almannaþarfa veitir
og vísbendingu um hið sama.1
Örlagarík tímamót
Skeytingarleysi ráðamanna um fjöregg þjóðarinnar og meðfylgjandi
sljóleiki og sinnuleysi landsmanna um raunveruleg rök tilveru sinnar
gera það að verkum, að við erum að ýmsu leyti verr undir það búin en
vera þyrfti að takast á við vandann sem fyrirsjáanlegur er á næstu
árum og áratugum.
Islendingar standa tvímælalaust á einhverjum örlagaríkustu
tímamótum í sögu sinni. Annarsvegar horfum við uppá það að
innlend fjölmiðlun færist á æ færri hendur fjármagnseigenda og
auglýsingajöfra sem eiga sér einatt bakhjarl í erlendum stórfyrir-
tækjum og virða engin verðmæti önnur en hámarksgróða. Þessi nýja
stétt er fullkomlega þjóðvillt og lætur sér í léttu rúmi liggja hvað
verður um menningararf þjóðarinnar, sjálfsforræði og hlutverk í
framtíðinni. Við stefnum hraðbyri inní fámennisveldi hliðstætt því
sem til skamms tíma auðkenndi ríki Austur-Evrópu og er með öðrum
formerkjum gildur þáttur í bandarískri þjóðfélagsgerð. Við þær
aðstæður tryggja fámennir og valdamiklir hópar sér einokun á upp-
lýsingamiðlun og skoðanamyndun í landinu í krafti fjármagns, og
samfélagið verður ein allsherjarflatneskja þarsem hverskyns frávik frá
1 Sigurður Líndal: Varðveizlaþjóðernis. Helgafell 1966, s. 9-10 og 13.