Skírnir - 01.04.1991, Síða 243
SKÍRNIR
HVERRA MANNA ERTU?
23 7
lífi (89). Sá heimur sem Guðjón lögmaður og Nína lifa í hefur fyrirfram
tilbúna merkingu - rétt eins og samfélagið. Viss orðræða sem endurspeglar
samfélagslegt lögmál hefur yfirhöndina og í henni verður að fara gætilega að
öllum og í kringum hlutina því Guðjón er að koma sér áfram. - Þetta er afar
diplómatísk orðræða. Hjónaband Guðjóns og Nínu er eins og kirkja
auglýsinga og fjöldamenningar; fullkomin yfirbygging.
Nína hefur byggt sér skjöld sem hún vonar að verndi hana fyrir áleitnum
spurningum, efasemdum um tilgang lífsins, ástinni, umvöndun fjölskyld-
unnar og síðast en ekki síst orðunum sem voru í gömlu handriti, vandlega
geymdu. Hún bjó sér til haldreipi úr orðum: „gráum orðum, þungum,
veruleikaorðum, ósnortnum hvískri í grasi eða hvini vinds, barg sér undan
leirbrúnni efjunni —“ (90).
Orðaþrd
Nína hafði átt sér þann draum að verða rithöfundur. Hún talar mikið um
orð og má segja að texti bókarinnar sé oft á tíðum um hann sjálfan eða
eitthvað honum viðkomandi. Þetta hjálparmál textans skapar oft írónískan
blæ í söguna, sérstakiega þar sem Nína talar á móti sjálfri sér. Þannig verða
til margar raddir sem tengjast og skapa sinn eigin sjálfstæða merkingarheim.
Það er eftirtektarvert að skáldskapur Nínu birtist sem fjarska ólíkur
hugmyndum hennar um lífið og tilveruna. Þetta sést vel í orðum Eiríks
þegar hann gagnrýnir Nínu fyrir að skrifa „formleysu" og að það vanti alla
„fegurð" (59-60). Þegar Nína er að rifja upp sviplegan dauða Arnars, rámar
hana í það sem Eiríkur sagði eitt sinn um skrif hennar og tengir þau ummæli
upprifjun sinni: „„Mjög svo rómantískt Nína,“ heyri ég háðslega rödd
Eiríks að baki mér. „Fyrsta ástin, dauði og ævilangur harmur! Vantar aðeins
sjálfsmorðið, Werthersmótífið! Full mikið af því góða, mundirðu ekki segja
það, í nútímasögu!““ (125). Hún skrifar því auðsjáanlega annað en hún segir
því framkoma hennar sjálfrar minnir óneitanlega á Eirík. Gagnrýni hans er
full af kaldhæðni á meðan skrif Nínu minna á „gömul orð“, þau sem eru
nálæg og fela sig ekki á bak við umsnúning og gráar glettur. Auk Eiríks er
það Marta sem gagnrýnir skrif Nínu. Nína á sárar minningar frá
unglingsárum þegar Marta hafði komist í skáldskap hennar og skrifað aftast
í stílabókina: „Heldur Nína litla kannski að hún sé skáld ! “ - „Blygðunin.
Man hana best. Hvernig hún brann í kroppnum. [...] stelpan Nína, fannst
hún standa strípuð, húðstrýkt, undan orðum Mörtu, ekkert yrði aftur samt“
(81). Áþ eirra fullorðinsárum heldur Marta áfram að gera lítið úr skrifum
Nínu en aldrei var aftur minnst á þetta tiltekna atvik úr bernsku og það féll
inn í saltstólpa þeirra systra.