Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 18

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 18
hans og Lúthers var mannsskilningurinn. Erasmus var trúaðri á manninn og manngildið og er þar komið að öðru grunngildi húmanismans.16 Kaþólskir húmanistar voru róttæklingar innan sinnar eigin kirkju en íhaldssamir miðað við þá sem urðu nauðugir viljugir siðaskiptamenn, þ.e. voru reknir úr kaþólsku páfakirkjunni eða sögðu sig úr lögum við hana. Jóhannes Kalvín (1509-1564) er dæmi um húmanískan siðaskiptamann og sú kirkja sem spratt upp úr siðbótarstarfi hans var húmanísk í eðli sínu. Kalvín upplifði ekki stöðugleikann sem grunngildi húmanismans heldur hið upprunalega og afturhvarfið til þess. Öllu kirkjustarfi skyldi því hagað beint eftir fyrirmælum Biblíunnar þannig að allt sem ekki væri beinlínis leyft þar eða fyrirskipað væri bannað.17 Hann eyddi þeim „gráu svæðum“ (Adi- aphora) sem lifðu áfram góðu lífi í kenningum Lúthers. Svo voru líka til lútherskir húmanistar og sá þekktasti þeirra á heimsvísu var Filippus Melanchthon (1497-1560) nánasti samverkamaður Lúthers.18 Hið góða samstarf þeirra má án efa rekja til persónugerðar þessara manna fremur en hugmyndasögulegra ástæðna vegna þess að Lúther var sjálfur alls ekki húmanisti. Hér kemur ef til vill til sögunnar það sem oft er nefnt „per- sonkemi“ á erlendum málum og merkir að tveir einstaklingar laðist hvor að örðum á þann hátt að ekki sé hægt að skýra með öðru en að persónuleikar þeirra myndi skapandi heild en þeir virki ekki eins og olía og eldur þrátt fyr- ir deildar meiningar. Innan lúthersku kirkjunnar áttu húmanistar tveggja kosta völ. Þeir gátu valið stöðugleikann að hætti Erasmusar eða upprunaleikann að dæmi Kalvíns. Einn af helstu kennurum Guðbrands Þorlákssonar í Hafnarháskóla, Niels Hemmingsen (1513-1600) valdi róttækari leiðina, þá kalvínsku. Var hann enda grunaður um að hafa orðið villu þeirrar kirkjudeildar að bráð og var sviptur embættum og vegtillum fyrir vikið.19 Guðbrandur Þorláksson hefur að líkindum orðið fyrir miklum áhrifum frá Hemmingsen sem kemur meðal annars fram í því að fyrsta ritið sem Guðbrandur gaf út var eftir þenn- an læriföður hans.20 Sjálfur valdi Guðbrandur þó hina leiðina, leið stöðug- leikans og að sumu leyti kaþólskunnar. Á nútíma kirkjuslangri mætti ef til vill segja að Guðbrandur hafi verið hákirkjulegur eða „svartstakkur“ svo rifjað sé upp hvimleitt orð sem mikið kvað að í fjölmiðlaumræðunni fyrir 16 Göransson 1969: 72-77. 17 Göransson 1969: 177-189. 18 Göransson 1969: 145-148. 19 Lausten 1983: 138. 20 Einar Sigurbjömsson o.a. 2000: x. 16 j
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.