Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 31

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 31
til rúms í verklagi og búskaparháttum um daga hans og las sér til um nýj- ungar í náttúrufræði og Iæknisfræði. Hann var í góðu vinfengi við systkin og frændfólk Eggerts Ólafssonar og bæði las og mat það sem Eggert hafði fram að færa landinu til gagns og góða. Þá var hann í vinfengi við Bjama Pálsson landlækni, þáði af honum lesefni, lærdóm, liðsinni og lyf. Meðal annarra vina séra Jóns var Hálfdán skólameistari á Hólum sem var merkur fommenntavinur. Séra Jón aðstoðaði Hálfdán á margan hátt með því m.a. að safna sálmum og ljóðum og sjálfur var Jón mikill áhugamaður um þjóðleg- an fróðleik og safnaði líka efni fyrir Finn biskup Jónsson sem hann notaði síðan í kirkjusögu sína.15 Séra Jón hafði líka gott auga fyrir verkfærum og vinnulagi fólks og er ritgerð hans um að ýta og lenda í brimsjó fyrir sönd- um dæmi um það.16 Loks veitti hann náttúrunni og gangi hennar athygli. Þannig skrifaði hann, ritgerð um Kötlugjá að ógleymdu Eldritinu sem geymir nákvæma lýsingu á Skaftáreldum.17 Að þessu leyti var séra Jón Steingrímsson maður upplýsingar og tals- maður nýrra tíma og nýrra viðhorfa í verklegum efnum. En hvað með trú- arviðhorf hans? Trúarviðhorf séra Jóns Steingrímssonar Ævisagan er aðal vitnisburðurinn um trúarviðhorf hans og trúarafstaða hans kemur líka fram í Eldritinu. Af þessum heimildum er ekki hægt að ráða ann- að en að viðhorf hans séu hin hefðbundnu viðhorf lútherskrar guðfræði og trúrækni sem mótaðist á 17. öld eða á dögum hins svokallaða rétttrúnaðar.18 Að skilningi þeirrar guðfræði og guðrækni er Guð lifandi persóna, hugsun og vilji. Náttúran og mannlífið mynda eina heild sem er Guðs góða sköpun. Guð hefur skapað þennan heim og sett manninn til öndvegis í honum sem þjón sinn. Skipan náttúrunnar og mannlífsins dregur dám af handaverki höf- undar síns og að því leyti er náttúran bók sem hægt er að lesa og fræðast af um tilvist Guðs og að vissu leyti um vilja hans Iíka. Og Guð hvílist ekki eft- ir aflokið verk, heldur vinnur hann enn sem starfandi skapari. Þess vegna eru atburðir daglegs lífs metnir þannig að Guð valdi þeim. 15 Sjá t.d. Jón Steingrímsson 1973, s. 269-275. 16 Jón Steingrímsson 1973, s. 405-418. 17 Jón Steingrímsson 1973, s. 393-404 og 337-390. Sjá og Sigurður Þórarinsson 1984; Sveinbjöm Rafns- son 1984 og fleiri ritgerðir í Skaftáreldar 1783-1784. Ritgeröir og heimildir. 1984. 18 Um guðfræði lúthersks rétttrúnaðar sjá Einar Sigurbjömsson 2004; Hagglund 1981, s. 274-302; Pelikan 1984; Ratschow 1964; Schmid 1961; Sigurbjöm Einarsson 1997 og Steiger 1997. 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.