Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 32

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 32
Bók náttúrunnar (liber naturae) er hins vegar tvíræð. Náttúran birtir vissulega margt um höfund sinn, Guð, vísar á hans heilaga vísdómsráð, upplýsir sitthvað um gæsku hans og vilja. Saga inannkyns sýnir líka að trú og dygðir leiða til góðs en vantrú, ódygð og sviksemi til ills ekki aðeins fyr- ir samfélagslíf fólks heldur eyðileggur það líka þá einstaklinga sem stunda slíka illsku. Það er hins vegar varasamt að grufla í Guðs vísdómsráð út frá bók nátt- úrunnar einni. A endanum hylur hún Guð þannig að í stað elsku og misk- unnar, birtist reiði og refsing. Ef menn hefðu ekki eitthvað annað að styðj- ast við, gætu þeir haldið að plágur og hamfarir væru verk illra afla og þar með stjómlaus eða ályktað sem svo að Guð sé illur, duttlungafullur, ekkert nema refsing og reiði. Þess vegna er auk bókar náttúrunnar til önnur bók og það er bók náðar- innar (liber gratiae), Biblían. Lykillinn að þeirri bók er Jesús Kristur. Ef menn opna Biblíuna með þeim lykli þá opinberast þeim að Guð er kærleiks- ríkur, elskandi Guð sem öllu ræður og öllu stýrir til góðs, jafnvel þótt sitt- hvað í náttúrunni og mannlífinu geti bent til annars. Um leið kemur í ljós að tvíræðni heimsins stafar af því að Guð á sér óvin sem leitast við að sundra og eyða verki hans og tæla fólk til að óhlýðnast Guði, afneita honum og öllu góðu. Af torráðum ástæðum liggur afneitun og óhlýðni í vilja, hugsun og eiginleikum manna og þetta neikvæða nefnist einu nafni synd. Og synd er ástand fyrst og fremst, ekki breytni. Synd er ástand, sem menn eru flæktir í og veldur illri breytni manna eða einstökum syndum. Ef menn reyna að leita skilnings á þessu út frá bók náttúrunnar einni, þá lenda þeir í vandræðum. Þess vegna þarf að lesa bók náttúrunnar í ljósi bókar náðarinnar eða beita lyklinum Jesú Kristi líka á bók náttúrunnar. Eyðingarkraftur náttúrunnar er mikill en samt á fólk von og dauðinn er ekki endalokin. Svik og prettir manna, grimmd þeirra og slægð eru sársaukafull en allir verða að lokum dæmdir af æðra dómstóli. Og allir eiga kost á að taka sinnaskiptum og hefja nýtt líf. Séra Jón getur í skrifum sínum bent á margt sem styður og skýrir þessi sjónarmið. í formálanum að Eldritinu skýrir hann t.d. hversu Guð noti þá gagnlegu höfuðskepnu, eldinn, mönnum bæði til gagns og til áminningar. Orðrétt segir hann: Sitt heilaga lögmál gaf [Guö] út með eldingum og reiðiþrumum, til merkis um hans brennandi vandlæti við þá, sem það yfirtroða. Svo þegar þrálátir menn með sínum syndum hafa uppegnt hans reiði yfir sig, hefur hann tíðum heimsótt þá með aðskiljanlegu eldstraffi og eyðileggingum, stundum af himni með skruggueldi og reiðarslögum, stundum með hernaðareldi, sem 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.