Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 46
heimilinu. Ætla má að gestagangur hafi verið minni en ella og að margir
hafi verið hræddir við þennan sjúkdóm og meinta smithættu og þetta hefur
aukið enn frekar á einangrun Aðalbjargar. Hún var stundum einmana, bæði
á heimilinu sjálfu og í félagslegu uinhverfi sínu og sjálf segir hún frá því að
öðrum hafi þótt hún einræn og dul í skapi. Oft var eins og hún vildi helst
vera ein úti í náttúrunni.9 Þar átti hún góðar stundir og upplifði ýmislegt sem
annað fólk þekkti ekki.
Ætla má, að ineð ímyndunarafli sínu og auðugu innra lífi hafi hún bætt
sér upp einveruna. Hún uppgötvar innra með sér kraft til þess að brjótast út
úr einverunni og sterkari samkennd en venjuleg var í félagslegum samskipt-
um. Andleg vídd opnar sig fyrir henni og hún eignast persónulega reynslu
af andlegum sviðum, sem hún getur ekki deilt með öðrum. í grein, sem hún
skrifar í bókina Játningar, sem Símon Jóh. Agústsson sálfræðingur gaf út
árið 1948 segir hún:
Margar sælustu endurminningar mínar frá bamæskunni eru bundnar við
skynjun náttúrufegurðar, bjartar vomætur, þegar vakað var yfir túni, dýrð-
lega sólarupprás, niðandi læki, stirndan himin, bragandi norðurljós.10
Sterkar upplifanir bamsins úti í náttúrunni blandast innri reynslu, sem
flokkast sem mystík eða dulúð. Hún segir í áðumefndum fyrirlestri, sem
hún flytur á fundi í Sálarrannsóknarfélagi íslands:
Samband mitt við náttúruna og eitthvað ósýnlegt, sem eg gerð mér eiginlega
enga grein fyrir hvað var, var svo sterk, að mér fanst t.d. eg aldrei vera ein,
þótt eg væri það oft tímunum saman úti.* 11
Aðalbjörg var bam að aldri, þegar þessi reynsla varð yfirþyrmandi og hún
reyndi að gera sér grein fyrir hvað hún merkir. Hún lýsti henni bæði í áður-
nefndri grein í Morgni og í bókinni Játningar. Lýsingin í Morgni er ítarlegri
og hún er þannig:
Ég hefi líklega ekki verið nema svo sem 7 ára, þegar þetta kom fyrir mig
fyrsta sinn; ég man það enn eins og það hefði gerst í gær. Ég var ein frammi
í eldhúsi, sat þar og sökti mér niður í hugsanir um það, hvemig á því gæti
staðið, að telpa, sem ég þekkti á næsta bæ, væri Sigga í Ystagerði, en ekki
eitthvað annað, en ég væri aftur á móti Alla í Miklagarði; svo var ég kölluð
9 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1929:128.
10 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1948:13.
11 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1922:191.
44