Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 52
endurspeglar á vissan hátt þá trú sem Vesturlandabúar höfðu á vísindum og
tækni í lok 19.aldar. Líkt og heimspekiprófessorinn frægi Hegel, álíta guð-
spekingar að birtingaform mannsandans séu í sífeldri þróun og að einstak-
lingar, þjóðir og mannkynið allt læri af reynslunni og verði betra og vitrara
með tímanuin.
Við þessa hugmynd skeytti Blavatsky og hennar fólk kenningum hindúa-
siðar og búddista um endurholdgun. Maðurinn fæðist aftur og aftur og á
þannig möguleika á að þroskast, læra af reynslunni og ná fullkomnun. Eitt
af grundvallarboðorðum guðspekinga er uinburðarlyndi. Þekkingarleitin er
aðall hins þroskaða huga og fyrir honum eru trú og vísindi ekki andstæður.
Þannig bauð guðspekin upp á lausn á þeim vanda sem framfarir í vísindum
sköpuðu trúuðu fólki um aldamótin 1900.24 Ymsar gamlar hefðir og stofn-
anir viku fyrir aukinni áherslu á sjálfræði einstaklingsins og hefðbundið
valdakerfi vék fyrir lýðræði og myndugleika þegnanna. Þessi framfaratrú
fól í sér merkilega sambræðslu rómantískrar dulhyggju og tilfinningar fyrir
hinu ósýnilega annars vegar og hagsýni og framsýni við lausn félagslegra
og efnahagslegra viðfangsefna hins vegar. Hún höfðaði sterkt til hinnar nýju
borgarastéttar sem var að koma undir sig fótunum í höfuðstað landsins í
upphafi 20. aldar.25
Guðspekingar meta gildi sjálfsfómar og þeir vilja útrýma eigingirni og
sjálfselsku. Fyrirgefningin er lykilatriði í þessari viðleitni. Guðspekin styðst
við kristna siðfræði til mótvægis við hið vélræna karmalögmál um orsök og
afleiðingu, sem nær út yfir gröf og dauða. Fyrirgefning og kærleikur til alls
sem lifir eru æðstu boð guðspekinnar, eins og hún hefur verið stunduð á ís-
landi, og þau boð fela það í sér að maðurinn leitast við að lifa í samhljóm
við vilja algóðs og kærleiksríks guðs.
Kynni Aðalbjargar af guðspekinni urðu henni hvatning til að hlúa enn
frekar að dulrænni reynslu sinni sem hún túlkar framvegis í anda hennar.
Um leið styrkist persónuleiki hennar og hún öðlast heildstæða lífssýn. Dul-
ræn reynsla, svo sem sýnir og dulheyrn, er af margvíslegum toga og ekki öll
uppbyggileg eða jákvæð fyrir persónuþroska og jafnvægi sálarlífsins. Sum
birtingaform hennar geta verið hreinar ofskynjanir, sem hafa slæm áhrif á
geðheilsu og aðlögun einstaklingsins.
En dulúð og dulræn reynsla geta einnig verið inerki þess að sálin sé að
læknast, og þessi reynsla getur skapað innra jafnvægi, sem gerir einstak-
24 Pétur Pétursson 1990: 188.
25 Pétur Pétursson 1990:186-195.
50