Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 64
nema góðum vinum. Hann var „frábært skáld en ekki rithöfundur,“ segir
Laxness. Aðalbjörg ól önn fyrir Jóhanni og sá til þess að hann kæmist út í
heim til að menntast og verða skáld. Hún yfirgaf hann - að mati þess sem
þetta ritar - í þann mund sem hann varð skáld, skáldið sem saknaði.
En hvers vegna yfirgaf Aðalbjörg Jóhann á Akureyri vorið 1917? Var
hún að flýja hann? Hvaða erindi átti hún til Reykjavíkur? Hún hafði fengið
nýjan skjólstæðing sem þurfti á henni að halda. Það var Haraldur Níelsson
sem þá var niðurbrotinn maður og sárþjáður af þunglyndi. Hann hafði misst
lífslöngunina og var hættur að prédika. Arið 1915 hafði hann misst eigin-
konu sína Bergljótu eftir langvinn veikindi. Ekki nóg með það heldur hafði
slitnað upp úr trúlofun hans og glæsilegrar stúlku, Guðrúnar Tómasdóttur
hjúkrunakonu.
Af bréfi sem Aðalbjörg skrifaði Haraldi í febrúar árið 1917 má ráða að
þau hafi hittst sumarið 1916 og þá rætt um spíritisma almennt og um dul-
rænar gáfur Aðalbjargar. Aðalbjörg dáði Harald eins og margir aðrir og hef-
ur hún tekið það mjög nærri sér að hann skyldi missa heilsuna og verða að
hætta að prédika og koma fram fyrir hönd málstaðar spíritista og frjáls-
lyndrar guðfræði. Hún skrifar Haraldi 19. febrúar 1917, þar sem hún segir
að hún og vinafólk hennar á Akureyri hafi óskað þess við biskupaskiptin
1916 að hann yrði biskup: „Þá hefðum við þó vonandi fengið einhvem nýj-
an anda í okkar sofandi kirkjulíf.“ Veturinn 1917-1918 gekkst hún fyrir því
að safnað var undirskriftum á Akureyri undir áskorun til Haralds um að
koma til Akureyrar sumarið 1918 til að halda fyrirlestra. Var hún honum
innan handar að velja viðeigandi efni þessara fyrirlestra.
En í ferðinni suður vorið 1917 hitti Aðalbjörg Harald og það var fyrir til-
stilli sameiginlegs vinar, Ludvigs Kaabers, að leiðir þeirra lágu saman.
Ludvig Kaaber hefur haft miklar áhyggjur af vanheilsu þessa vinar síns.
Hann saknar þess að fá ekki að hlusta á prédikanir hans í Fríkirkjunni og ótt-
ast jafnvel að Haraldur verði aldrei fær um að prédika aftur af sama sann-
færingarkrafti og áður. Ludvig þekkti Aðalbjörgu injög vel og hefur vitað af
köllun hennar og hæfileikum til að hjálpa öðrum. Og vonir Kaabers rætast.
Aðalbjörg tekur ástfóstri við Harald og lítur á það sem köllun sína að hlúa
að honum og byggja hann upp.
Áður en Haraldur og Aðalbjörg skilja sumarið 1917 komu þau sér sam-
an um að hafa með sér náið andlegt samband sem brúi landfræðilegt bil
milli Akureyrar og Reykjavíkur. í hugleiðslu ætlar Aðalbjörg að virkja
lækningamátt úr öðrum heimi og senda hann til Haralds. Á fimmtudags-
kvöldum eru sérstakir fundir guðspekinga á Akureyri þar sem hugsað er til
Haralds og beðið fyrir honum og Aðalbjörg segir að krafturinn sé mjög mik-
62