Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 64

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 64
nema góðum vinum. Hann var „frábært skáld en ekki rithöfundur,“ segir Laxness. Aðalbjörg ól önn fyrir Jóhanni og sá til þess að hann kæmist út í heim til að menntast og verða skáld. Hún yfirgaf hann - að mati þess sem þetta ritar - í þann mund sem hann varð skáld, skáldið sem saknaði. En hvers vegna yfirgaf Aðalbjörg Jóhann á Akureyri vorið 1917? Var hún að flýja hann? Hvaða erindi átti hún til Reykjavíkur? Hún hafði fengið nýjan skjólstæðing sem þurfti á henni að halda. Það var Haraldur Níelsson sem þá var niðurbrotinn maður og sárþjáður af þunglyndi. Hann hafði misst lífslöngunina og var hættur að prédika. Arið 1915 hafði hann misst eigin- konu sína Bergljótu eftir langvinn veikindi. Ekki nóg með það heldur hafði slitnað upp úr trúlofun hans og glæsilegrar stúlku, Guðrúnar Tómasdóttur hjúkrunakonu. Af bréfi sem Aðalbjörg skrifaði Haraldi í febrúar árið 1917 má ráða að þau hafi hittst sumarið 1916 og þá rætt um spíritisma almennt og um dul- rænar gáfur Aðalbjargar. Aðalbjörg dáði Harald eins og margir aðrir og hef- ur hún tekið það mjög nærri sér að hann skyldi missa heilsuna og verða að hætta að prédika og koma fram fyrir hönd málstaðar spíritista og frjáls- lyndrar guðfræði. Hún skrifar Haraldi 19. febrúar 1917, þar sem hún segir að hún og vinafólk hennar á Akureyri hafi óskað þess við biskupaskiptin 1916 að hann yrði biskup: „Þá hefðum við þó vonandi fengið einhvem nýj- an anda í okkar sofandi kirkjulíf.“ Veturinn 1917-1918 gekkst hún fyrir því að safnað var undirskriftum á Akureyri undir áskorun til Haralds um að koma til Akureyrar sumarið 1918 til að halda fyrirlestra. Var hún honum innan handar að velja viðeigandi efni þessara fyrirlestra. En í ferðinni suður vorið 1917 hitti Aðalbjörg Harald og það var fyrir til- stilli sameiginlegs vinar, Ludvigs Kaabers, að leiðir þeirra lágu saman. Ludvig Kaaber hefur haft miklar áhyggjur af vanheilsu þessa vinar síns. Hann saknar þess að fá ekki að hlusta á prédikanir hans í Fríkirkjunni og ótt- ast jafnvel að Haraldur verði aldrei fær um að prédika aftur af sama sann- færingarkrafti og áður. Ludvig þekkti Aðalbjörgu injög vel og hefur vitað af köllun hennar og hæfileikum til að hjálpa öðrum. Og vonir Kaabers rætast. Aðalbjörg tekur ástfóstri við Harald og lítur á það sem köllun sína að hlúa að honum og byggja hann upp. Áður en Haraldur og Aðalbjörg skilja sumarið 1917 komu þau sér sam- an um að hafa með sér náið andlegt samband sem brúi landfræðilegt bil milli Akureyrar og Reykjavíkur. í hugleiðslu ætlar Aðalbjörg að virkja lækningamátt úr öðrum heimi og senda hann til Haralds. Á fimmtudags- kvöldum eru sérstakir fundir guðspekinga á Akureyri þar sem hugsað er til Haralds og beðið fyrir honum og Aðalbjörg segir að krafturinn sé mjög mik- 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.