Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 72
ólíkar útgáfur af sögum telur Bjarni vera „frásögn með söguþræði af nokk-
urri lengd“.4
Prófessor Bjarni skrifar á þeim tímum þegar umræða um eðli söguritun-
ar í einhvers konar sagnfræðilegum skilningi hafði þegar átt sér stað um
nokkurt skeið.5 Bjarni er þó ekki að velta sér upp úr slíkum hugrenningum
en gefur sér að forsendu einhvem ótilgreindan mun á sagnritun í sagnfræði-
legum skilningi annars vegar og söguverkum í bókmenntafræðilegum skiln-
ingi hins vegar. Öllu athyglisverðara er að bæði þessi form söguritunar tel-
ur hann eiga sér bakgrunn í munnlegum búningi. Heimildaöflun sagnfræð-
inga á miðöldum, segir Bjarni, að hafi byggst jafnt á skrifuðum og munn-
legum upplýsingum. Þannig tiltekur hann annars vegar epísk verk, ljóð af
ýmsum toga, ásamt bóklegum heimildum og bréfa- og skjalasöfnum. Hins
vegar talar Bjami um „frásagnir heyrnar- og sjónarvotta“.6 Heimildir
Hryggjarstykkis telur hann nánast einasta munnlegar þar eð sagan fjalli um
samtímaviðburði og að í formála hennar séu tiltekin slík munnleg vitni.7 En
þó kemst Bjami ekki hjá því að greina tilvísanir í bréf og ljóð í sögunni sem
sýna notkun höfundar á rituðum heimildum að hluta til.8
Þegar Bjami snýr sér að því að leita fyrirmynda um ritun sögunnar
Hryggjarstykkis eða „frásagnir af Sigurði slembi í eina heild“ þá verða aft-
ur fyrir sögur að meintri munnlegri fyrinnynd. Fornaldarsögur um víkinga
og hetjur, sem fyrst voru skráðar á bók á 13. öld, að áliti Bjama, íslenskt
þáttatal og hetjukveðskapur. Bjarni telur ekki útilokað að höfundur
Hryggjarstykkis hafi einnig haft aðgang að sögum um helga menn og kon-
ur en telur þær síður nærtækar fyrirmyndir í samanburði við fornaldarsögur
í munnlegri geymd.9
Það er tvennt sem vekur sérstaka athygli í umfjöllun prófessors Bjama
Guðnasonar: Annars vegar er það áherslan á uppruna sögunnar Hiyggjar-
stykkis í munnlegum heimildum og ritunar hennar á forsendum meintra fyr-
4 Ibid., 8.
5 Sjá t.d. verk Louis O. Mink (1921-1983) í Brian Fay o. fl. ritstj., Louis O. Mink: Historical Understand-
ing (Ithaca, NY & London: Cornell University Press, 1987); sbr. og Donald R. Kelley ritstj., Versions of
Historyfrom Antiquity to tlte Eniightenment (New Haven, CT & London: Yale University Press, 1991);
Dominick LaCarpa, Rethinking Intellectual History: Texts, Contexts, Language (Ithaca, NY & London:
Comell University Press, 1983).
6 Fyrsta sagan, 72.
7 Ibid., 72. Síðar segir Bjami, „I Hryggjarstykki er fyrsta ömgga dæmið um formála, þar sem vottað er, að
íslenskir sagnaritarar hafi ritað beint eftir frasögn sjónarvotta," ibid., 76.
8 Ibid., 82-91.
9 Ibid., 94.
70