Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 74

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 74
grískra bókmenntaforma að hætti klassískrar og hellenískrar mælskulistar.15 Að skilningi formgerðarstefnunnar var hlutverk höfunda rita Biblíunnar í sjálfu sér ekki annað en að safna og raða saman efni sem þeir þekktu í munnlegri varðveislu allt í kringum sig.16 Upp úr áttunda áratug tuttugustu aldar varð vart við vaxandi áhuga biblíufræðinga á samanburði hinna ýmsu texta Biblíunnar við heimsbókmenntir fyrr og síðar og ekki síst nútímaleg- ar bókmenntir. A grundvelli slikra samanburðarrannsókna birtast höfundur eða höfundar og útgefendur einstakra verka í nýju og mikilvægara ljósi en formgerðarsinnar höfðu nokkurri sinni ætlað þeim.17 Með hliðsjón af bók- menntarýni (literary criticism) og undirgreina hennar, eins og lesendarýni (.reader-response-criticism), hefir síðan verið sýnt fram á að textar eins og guðspjöll og bréf sýna allt í gegn höfundareinkenni enda þótt ljóst sé að sömu höfundar notast við margs konar heimildir í sköpun sinna verka.18 Liðlega áratug eftir að bókmenntarýni tók að hafa áhrif á skilgreiningu biblíutexta hófust rannsóknir á klassískri og hellenískri mælskufræði í tengsl- um við biblíutexta en mælskufræði var kennd við vestræna háskóla allt fram á átjándu öld.19 Rannsóknir á handbókum og kennslubókum í mælskufræði frá því á klassískum tíma og fram á fyrstu öld (og síðar) hafa opnað sérfræðing- um dyr að margs konar tæknilegum atriðum og vinnubrögðum við samsetn- ingu texta og bókmenntaforma sem eru sameiginleg biblíulegum textum og textum úr hinu helleníska umhverfí almennt og yfirleitt. Jafnt formrýni og bókmenntarýni skarast við mælskufræðina en hún sýnir á ótvíræðan hátt hversu fagleg og þróuð vinnubrögð við ræðu- og textagerð voru að fomu.20 15 Sjá t.d. Helmut Koester, „Úberlieferung und Geschichte der friihchristlichen Evangelienliteratur," í Auf- stieg wid Niedergang der römischen Welt, Part 2, Principat, 25 (Wolfgang Haase ritstj.; New York, NY: de Gruyter, 1984), 1540. 16 Bultmann gengur svo langt að halda því fram að ekki hafi verið sýnilegur munur á hinni munnlegu og skriflegu hefð. Janframt heldur hann því fram að útgáfusaga einstakra hefða haft hafist þegar í munn- legri varðveislu og haldi einfaldlega áfram þegar tekið hafi verið að skrifa þær niður. Fyrstu rituðu heim- ildir guðapjalla Nýja testamentisins eru þannig þegar all þróaðar í þessa átt, að skilningi Bultmann, þeg- ar höfundar guðspjallanna taka við þeim, Gesclticthe, 321-322. 17 Sjá t.d. James Barr, Tlte Bihle in the Modern World (London: SCM, 1972). 18 Sjá t.d. Edgar V. McKnight, The Bible and the Reader: An lnlroduction to Literary Criticism (Phila- delphia, PA: Fortress, 1985), en í bókinni fjallar McKnight um helstu stefnur og strauma í bók- menntarýni fyrir og eftir formgerðarstefnuna (structuralism) allt til tíma póststrúktúralista. 19 Sjá James R. Butts og Ronald F. Hock, „Introduction," í The Chreia in Ancient Rhetoric, Volume I, The Progymnasmata (Ronald F. Hock og Edward N. O'Neil ritstj.; Society of Biblical Literature: Texts and Translations 27, Graeco-Roman Religion Series 9; Atlanta, GA: Scholars Press, 1986), 211-216. 20 Sjá t.d. Burton L. Mack og Vemon K. Robbins, Patterns of Persuasion in the Gospels (Foundations and Facets: Literary Facets; Sonoma, CA: Polebridge Press, 1989); Stanley E. Porter ritstj.. Handbook of Classical Rhetoric in tlte Hellenistic Period 330 B.C.-A.D. 400 (Boston, MA & Leiden, 2001). 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.