Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 74
grískra bókmenntaforma að hætti klassískrar og hellenískrar mælskulistar.15
Að skilningi formgerðarstefnunnar var hlutverk höfunda rita Biblíunnar
í sjálfu sér ekki annað en að safna og raða saman efni sem þeir þekktu í
munnlegri varðveislu allt í kringum sig.16 Upp úr áttunda áratug tuttugustu
aldar varð vart við vaxandi áhuga biblíufræðinga á samanburði hinna ýmsu
texta Biblíunnar við heimsbókmenntir fyrr og síðar og ekki síst nútímaleg-
ar bókmenntir. A grundvelli slikra samanburðarrannsókna birtast höfundur
eða höfundar og útgefendur einstakra verka í nýju og mikilvægara ljósi en
formgerðarsinnar höfðu nokkurri sinni ætlað þeim.17 Með hliðsjón af bók-
menntarýni (literary criticism) og undirgreina hennar, eins og lesendarýni
(.reader-response-criticism), hefir síðan verið sýnt fram á að textar eins og
guðspjöll og bréf sýna allt í gegn höfundareinkenni enda þótt ljóst sé að
sömu höfundar notast við margs konar heimildir í sköpun sinna verka.18
Liðlega áratug eftir að bókmenntarýni tók að hafa áhrif á skilgreiningu
biblíutexta hófust rannsóknir á klassískri og hellenískri mælskufræði í tengsl-
um við biblíutexta en mælskufræði var kennd við vestræna háskóla allt fram
á átjándu öld.19 Rannsóknir á handbókum og kennslubókum í mælskufræði frá
því á klassískum tíma og fram á fyrstu öld (og síðar) hafa opnað sérfræðing-
um dyr að margs konar tæknilegum atriðum og vinnubrögðum við samsetn-
ingu texta og bókmenntaforma sem eru sameiginleg biblíulegum textum og
textum úr hinu helleníska umhverfí almennt og yfirleitt. Jafnt formrýni og
bókmenntarýni skarast við mælskufræðina en hún sýnir á ótvíræðan hátt
hversu fagleg og þróuð vinnubrögð við ræðu- og textagerð voru að fomu.20
15 Sjá t.d. Helmut Koester, „Úberlieferung und Geschichte der friihchristlichen Evangelienliteratur," í Auf-
stieg wid Niedergang der römischen Welt, Part 2, Principat, 25 (Wolfgang Haase ritstj.; New York, NY:
de Gruyter, 1984), 1540.
16 Bultmann gengur svo langt að halda því fram að ekki hafi verið sýnilegur munur á hinni munnlegu og
skriflegu hefð. Janframt heldur hann því fram að útgáfusaga einstakra hefða haft hafist þegar í munn-
legri varðveislu og haldi einfaldlega áfram þegar tekið hafi verið að skrifa þær niður. Fyrstu rituðu heim-
ildir guðapjalla Nýja testamentisins eru þannig þegar all þróaðar í þessa átt, að skilningi Bultmann, þeg-
ar höfundar guðspjallanna taka við þeim, Gesclticthe, 321-322.
17 Sjá t.d. James Barr, Tlte Bihle in the Modern World (London: SCM, 1972).
18 Sjá t.d. Edgar V. McKnight, The Bible and the Reader: An lnlroduction to Literary Criticism (Phila-
delphia, PA: Fortress, 1985), en í bókinni fjallar McKnight um helstu stefnur og strauma í bók-
menntarýni fyrir og eftir formgerðarstefnuna (structuralism) allt til tíma póststrúktúralista.
19 Sjá James R. Butts og Ronald F. Hock, „Introduction," í The Chreia in Ancient Rhetoric, Volume I, The
Progymnasmata (Ronald F. Hock og Edward N. O'Neil ritstj.; Society of Biblical Literature: Texts and
Translations 27, Graeco-Roman Religion Series 9; Atlanta, GA: Scholars Press, 1986), 211-216.
20 Sjá t.d. Burton L. Mack og Vemon K. Robbins, Patterns of Persuasion in the Gospels (Foundations and
Facets: Literary Facets; Sonoma, CA: Polebridge Press, 1989); Stanley E. Porter ritstj.. Handbook of
Classical Rhetoric in tlte Hellenistic Period 330 B.C.-A.D. 400 (Boston, MA & Leiden, 2001).
72