Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 90

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 90
er vér minntumst Síonar Það er athyglisvert að sögnin zakar - að minnast - kemur þrisvar sinnum fyrir í sálminum. I v. 6 „ef ég man eigi til þín“ og í v. 7 „Mun þú Edóms niðjum Drottinn.“ í öllum tilfellum tengist hún Síon en notkun hennar í síð- asta dæminu er þó talsvert á aðra leið en í hinum. Þar er verið að biðja um refsingu yfir Edómítum fyrir það hvernig þeir komu fram við íbúa Síonar við fall borgarinnar. Sálmurinn felur í senn í sér hvatningu um að minnast Síonar og að gleyma ekki hvað fjandmennimir (Edómítar og Babýlóníu- menn) gerðu á hennar hlut. Vel má halda því fram að það að minnast Síonar/Jerúsalem sé kjarninn í því sem sálmurinn boðar. Þetta stef kemur fyrir í öllum hlutum sálmsins á einn eða annan hátt. Að mínu mati skiptir það meginmáli að átta sig á að sögnin zakar felur oft í sér dýpri merkingu en að rifja upp í huga sér. Það á einnig við um nafn- orðið zikkaron, sem er af sömu rót. Um það hefur Helmer Ringgren sagt að þessi rót feli ekki bara í sér upprifjun einhvers heldur beinlínis að atburðimir séu með einhverjum hætti staðfærðir, hafðir um hönd þannig að þeir verði raunverulegir fyrir þátttakendunum í helgihaldinu.20 Hér er þó ekki verið að halda því fram að fall Jerúsalem hafi á einhvern hátt verið sviðsett af útlögunum í Babýlon. Sálmurinn veitir okkur hins veg- ar innsýn í það hvemig Gyðingar komu saman í útlegðinni, fjarri fósturjörð sinni, til að harma örlög sinnar helgu borgar, Jerúsalem (Síonar). Þar hafa þeir grátið örlög hennar í sameiginlegum harmagráti og heitið því að gleyma henni aldrei. Eg hef sterka sannfæringu fyrir því að sögnin zakar feli í sér slíka merkingu hér í upphafi sálmsins. v. 2 gígjur vorar Það er ekki síst þetta vers sem bendir óneitanlega til þess að höfundur sálmsins hafi verið hljóðfæraleikari og hafi e.t.v. þjónað sem slíkur í must- erinu í Jerúsalem. Nærtækur skilningur á versinu er að líta svo á að útlag- amir hafi hengt hljóðfæri sín upp í tré í mótmælaskyni við kröfu Babýlón- fumanna um að þeir lékju Sfonarkvæði. 20 H. Ringgren 1966, s. 187. Það skal þó tekið fram að í skýringariti sínu við Saltarann (1997, s. 674-676) gerist Ringgren ekki talsmaður þeirrar túlkunar sem hér er sett fram, gerir hana ekki einu sinni að um- talsefni. 88
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.