Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 90
er vér minntumst Síonar
Það er athyglisvert að sögnin zakar - að minnast - kemur þrisvar sinnum
fyrir í sálminum. I v. 6 „ef ég man eigi til þín“ og í v. 7 „Mun þú Edóms
niðjum Drottinn.“ í öllum tilfellum tengist hún Síon en notkun hennar í síð-
asta dæminu er þó talsvert á aðra leið en í hinum. Þar er verið að biðja um
refsingu yfir Edómítum fyrir það hvernig þeir komu fram við íbúa Síonar
við fall borgarinnar. Sálmurinn felur í senn í sér hvatningu um að minnast
Síonar og að gleyma ekki hvað fjandmennimir (Edómítar og Babýlóníu-
menn) gerðu á hennar hlut.
Vel má halda því fram að það að minnast Síonar/Jerúsalem sé kjarninn í
því sem sálmurinn boðar. Þetta stef kemur fyrir í öllum hlutum sálmsins á
einn eða annan hátt.
Að mínu mati skiptir það meginmáli að átta sig á að sögnin zakar felur
oft í sér dýpri merkingu en að rifja upp í huga sér. Það á einnig við um nafn-
orðið zikkaron, sem er af sömu rót. Um það hefur Helmer Ringgren sagt að
þessi rót feli ekki bara í sér upprifjun einhvers heldur beinlínis að
atburðimir séu með einhverjum hætti staðfærðir, hafðir um hönd þannig að
þeir verði raunverulegir fyrir þátttakendunum í helgihaldinu.20
Hér er þó ekki verið að halda því fram að fall Jerúsalem hafi á einhvern
hátt verið sviðsett af útlögunum í Babýlon. Sálmurinn veitir okkur hins veg-
ar innsýn í það hvemig Gyðingar komu saman í útlegðinni, fjarri fósturjörð
sinni, til að harma örlög sinnar helgu borgar, Jerúsalem (Síonar). Þar hafa
þeir grátið örlög hennar í sameiginlegum harmagráti og heitið því að
gleyma henni aldrei. Eg hef sterka sannfæringu fyrir því að sögnin zakar
feli í sér slíka merkingu hér í upphafi sálmsins.
v. 2 gígjur vorar
Það er ekki síst þetta vers sem bendir óneitanlega til þess að höfundur
sálmsins hafi verið hljóðfæraleikari og hafi e.t.v. þjónað sem slíkur í must-
erinu í Jerúsalem. Nærtækur skilningur á versinu er að líta svo á að útlag-
amir hafi hengt hljóðfæri sín upp í tré í mótmælaskyni við kröfu Babýlón-
fumanna um að þeir lékju Sfonarkvæði.
20 H. Ringgren 1966, s. 187. Það skal þó tekið fram að í skýringariti sínu við Saltarann (1997, s. 674-676)
gerist Ringgren ekki talsmaður þeirrar túlkunar sem hér er sett fram, gerir hana ekki einu sinni að um-
talsefni.
88