Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 92
sýna að til var samhljóða sögn með merkingunni að visna eða lamast. Sú
merking fellur vel að samhenginu hér. Þar með væri orðaleikur fólginn í
versinu því að í fyrri hluta þess stendur sama sögn í merkingunni að gleyma.
v. 6 Tunga mín loði mér við góm
Þegar í þessari heitstrengingu hér er talað um tunguna með svipuðum hætti
og höndina í versina á undan þá má vel hugsa sér að höndin og tungan vísi
aftur á sönginn og gígjurnar í upphafsversunum tveimur. Hér er lýst mikilli
trúfesti við Jerúsalem og Drottin.22
v. 7. Mun þú Edóms-niðjum
Bræðumir Esaú og Jakob voru forfeður Edóms og ísraels (sbr. 1M 25:25
o.áfr.) Þannig voru þjóðimar náskyldar. Það var hins vegar gamalgróinn
fjandskapur milli þessara þjóða, Edóms og Israels (eða Júda). Eins og And-
erson bendir á náði þessi fjandskapur hámarki við fall Jerúsalem þegar Edó-
mítar sáu sér leik á borði og rændu borgina og ekki nóg með það heldur
drápu þeir þá sem lagt höfðu á flótta í stað þess að koma frændum sínum til
hjálpar. Obadía skýrir þannig frá þessu:
Þann dag, er aðkomnir menn fluttu burt fjárafla hans hertekinn og útlending-
ar brutust inn um borgarhlið hans og urpu hlutkesti um Jerúsalem, varst þú
sem einn af þeim. Horf eigi með ánægju á dag bróður þíns, á ógæfudag hans,
og gleð þig eigi yfir Júda-sonum á eyðingardegi þeirra og lát þér eigi stór-
yrði um munn fara á neyðardegi þeirra. Ryðst ekki inn um hlið þjóðar minn-
ar á glötunardegi þeirra, horf þú ekki líka með ánægju á óhamingju hennar á
glötunardegi hennar og rétt þú ekki út höndina eftir fjárafla hennar á glötun-
ardegi hennar. Nem eigi staðar á vegamótum, til þess að drepa niður flótta-
menn hennar, og framsel eigi menn hennar, þá er undan komast, á degi neyð-
arinnar (Obadía v. 11-14).
v 8 Babýlonsdóttir, þú sem tortímir
Hatrið í garð Edóms niðja var vissulega mikið og það hatur sem beindist að
Babýlóníumönnum var ekki minna, sbr. Jes 46-47.
22 R.E. Murphy 2000, s. 165.
90