Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 93

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 93
(v. 9) Sœllþeim sem ... slærþeim niður við stein Það eru ritningastaðir eins og þessi sem margur trúaður maðurinn hefði vilj- að vera laus við úr Biblíunni. Hér á kannski við það sem sagt hefur verið að Gamla testamentið hafi að geyma hinar raunsæjustu bókmenntir allra tíma.23 Gamla testamentinu hefur verið hrósað fyrir að lýsa lífinu eins og það er, án þess að draga nokkuð undan: „Þetta mikla ritsafn tekur hreinskilnislega undir þá lífsreynslu allra alda, að vegferð mannsins í heiminum er farin und- ir formerki blóðs og tára ... Gamla testamentið viðurkennir, að heimurinn sé eins og hann er, en lætur ekki við sitja að lýsa honum, eins og hann kann að verða einn dag í framtíð.“24 En óneitanlega hljómar þetta sem hámark grimmdarinnar að fagna yfir því að saklaus ungböm séu slegin utan í stein bara af því að þau séu fædd af Babýlóníumönnum. Ritskýrendur benda gjaman á að hér sé á ferðinni svokallað lex talionis, lögmál endurgjaldsins: „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ (sbr. 2M 21:24). Anderson bendir á möguleikann að ekki þurfi að taka versið alltof bókstaf- lega. Ísraelítar hafi vel þekkt fyrirbærið að slá bömum utan í stein; það var einfaldlega hlutskipti þeirra sem sigraðir voru í stríði (sbr. 2Kon 8:12; Jes 13:16; Hós 10:14; Nah 3:10). Blóðhefndin náði til niðjannaog því var nauð- synlegt að lífláta sveinbömin líka til að koma í veg fyrir hefnd í framtíð- inni.25 Svo sálmaskáldið óskar þess eins að kúgari hans verði sjálfur sigrað- ur í stríði með öllu sem því fylgir. Oesterley26 er meðal þeirra ritskýrenda sem reynir ekkert að milda þenn- an ritningarstað. Hann bendir á að grimmdin sem birtist hér hafi verið nógu algeng, en hvergi annars staðar í Gamla testamentinu séu þeir sem geri sig seka um slíkt „blessaðir“ eins og hér. Sálmaskáldið láti hér undan mannlegri tilfinningu, sem beri að harma. Annað sé ekki unnt að segja. Guðfræði sálmsins Sálmurinn fjallar um Síon en getur þó varla talist til hinna dæmigerðu Síon- arljóða sem einkennast af gleði og trúartrausti. Það var grundvallaratriði í Síonarguðfræðinni að Síon væri óvinnandi vígi vegna þess að konungurinn 23 Þessu hélt próf. Þórir Kr. Þórðarson (1924-1995) oft fram. 24 Daníel J. Simundson, Kirkjuritiö 51,1, 1985, s. 78-79. 25 Briggs, 1951. 26 W.O.E. Oesterley, 1939, s. 548. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.