Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 96
Um kveðskap sr. Valdimars Briem út af 137. sálmi
Þessi sálmur virðist hafa talað mjög sterkt til sálmaskáldsins góðkunna sr.
Valdimars Briem (1848-1930). Hann orti ekki sjaldnar en þrisvar sinnum út
frá honum. Fyrst í riti sínu Davíðssálmar í íslenzkum sálmabúningi (1896)
og þar verður ekki annað séð en að hann heimfæri sálminn upp á okkur ís-
lendinga, sbr. upphaf ljóðsins: „Sem ísrael. . . „
Sem ísrael við Evfrats kalda strauma
í útlegð vér nú daprir sitjum hér.
Enn skýrar kemur þetta einkenni sálms Valdimars fram í upphafi 2. versins
þar sem segir:
Vér dveljum hér í hörðu’ og köldu landi,
sem heimtið þér vér köllum föðurland.
Lýsingin á landinu sem „hörðu og köldu“ kemur óneitanlega mikið betur
heim og saman við Island heldur en það land sem er vettvangur sálmsins í
Saltaranum, þ.e. heimsveldið mikla Babýlonía, sem er vissulega a.m.k. í
veðurfarslegu tilliti allt annað en kalt land.
Viðlag ljóðs Valdimars „Þá slíkir harmar hjörtun þyngja,/ ó, hvemig eig-
um vér þá gleðiljóð að syngja?“ er sótt í meginstef Sálms 137: „Hvernig
ættum vér að syngja Drottins-ljóð í öðru landi?“
Það er sérstaklega forvitnilegt að gefa því gaum hvað kristið sálmaskáld
gerir við hið óhugnanlega niðurlag Sálms 137, sem hefur að geyma lögmáls
endurgjaldsins í sinni grimmilegustu mynd („Heill þeim, er þrífur ungbörn
þín og slær þeim niður við stein.“).
Það getur varla talist óvænt að íslenska sálmaskáldið skuli gera litla til-
raun til að „heimfæra“ þann boðskap sem þarna er að finna og í þess stað
taka þann kost að horfa framhjá honum. Þó gerir hann það ekki algjörlega
því hann segir í 4. erindi ljóðsins:
Hver getur lofað allt það öfugstreymi?
hver unað sér á Babels hrekkjastig?
Er þar vel komist að orði, og boðskapurinn er að sjálfsögðu allur annar en í
Davíðssálmi 137 þó segja megi að „Babels hrekkjastig" gæti átt við lögmál
endurgjaldsins. Sé svo þá er það fordæmt og „Babels hrekkjastig“ fær vissu-
lega ekki heiðurinn af því að standa sem lokaorðið í ljóði Valdimars Briem.
Niðurlagið er allt annarrar gerðar hjá Valdimar því það hefur fjarri því að
94