Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 103

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 103
Reyndar má halda því fram að biskupamir íslensku og þar með öll kirkj- an í landinu hafi notið verulegs frelsis umfram það sem gerðist annars stað- ar í Danaveldi og að þetta frelsi hafi verið í það minnsta óbeinlínis viður- kennt. Það er til dæmis eftirtektarvert að Ludvig Harboe (1709-1783) sem sendur var frá Danmörku til að koma skikki á kristindóminn hér í landi gerði enga tilraun til að laga helgihaldið að Kirkjuritualinu frá 1685. Messu- og sálmabók hans sem kom út 174212 er ekki sniðin eftir því og tekur reynd- ar ekki heldur mið af tillögum biskupanna frá 1729. Ef til vill gilti almennt það viðhorf sem fram kemur í formála Gísla bisk- ups Magnússonar á Hólum sem hann skrifaði þegar Grallarinn kom út í sinni síðustu útgáfu árið 1779. Þar segir hann Grallarann vera í samhljóðan við Kirkjuritualið þó að hann sé það ekki. Til dæmis voru nokkrir hátíðis- dagar sem lagðir höfðu verið niður með tilskipunum, enn tilgreindir í Grall- aranum ásamt þeim sálmum sem syngja skyldi þar sem þeir voru haldnir. Gísli skrifar um þetta efni: „Þá Psalma sem bruukader hafa vered aa þeim, í Konunglegre Tilskipan af 26.0ctobris 1770. Allranaadugast afteknu Haatijdis og Helgi Dpgum, hefi ég laated aa sijnum tilheyrilegum Stpdum kirra vera eins og nærst, þeim til Gudrækilegrar Idkunar, er sijna Andagt bruuka vilja i Heima-Hwsum; a hveriu vona, enginn med rettu steite sig, en sijdur nockur ætle slijka rett- skickada Idkun til Saaluhiaalplegrar Uppbyggingar, strijda í hinu minnsta mooti Konunglegrar Haatignar Allranaadugasta Tilgaange“.13 Þegar Árni Þórarinsson,(1741-1787) Hólabiskup var í vígsluferð sinni í Kaupmannahöfn 1783-84 14 kann hann að hafa vakið athygli yfirvalda á því að enn gætti misræmis milli guðsþjónustuhefðarinnar á íslandi og annars- staðar í Danaveldi. Hann hafði áður skrifað ritgerð um ástand kirkna og klerkdóms á íslandi sem út kom árið 1770 í Kaupmannahöfn.'5 Ekki er frá- leitt að halda því fram að upplýsingar Árna hafi sett í gang það ferli sem lyktaði með guðsþjónustuformi sálmabókarinnar frá 1801. Ámi var vígður til biskups í Kaupmannahöfn 12. apríl 1784. Tólf dög- um síðar skrifar General-kirke-inspections-kollegiet bréf til biskupanna 12 Sálmabók Harboes sem gefin var út á Hólum 1742 fékk nafnið Prestavilla. Ástæðan var fyrst og fremst uppsetning bókarinnar, sem leitt gat presta í villu. Titill hennar bendir til að henni hafi verið ætlað að leysa af hólmi bæði sálmabók og messubókina Grallarann. Sjá bókaskrá í lok greinannnar. 13 Grallarinn, ló.útgáfa. Hólum 1779. 14 Jón Halldórsson, 1903,224 15 Hannes Þorsteinsson, iS-39.Ritgerðin heitir: Velmente Tanker om geistlig Gavmildhed. 101
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.