Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 106
ný messusöngsbók. Þessi bréf eru hin merkustu og varpa skýru ljósi á þróun
þess sem varð með sálmabókinni 1801. Þar kemur fram að Magnús hefur ver-
ið að bíða eftir lista frá séra Markúsi um sálma til að hafa í nýju bókinni. Hann
segist vera búinn að fá tillögur frá mörgum, og viti reyndar að Hannes biskup
hafi sent prófastinum lista með brúklegum sálmum. Nú verði að ákveða með
hvaða hætti skuli gengið til verks. Hann er þeirrar skoðunar að fínna þurfi
milliveg milli algjörrar umbyltingar og varðveislu hins gamla, vegna þess að
enginn sé reiðubúinn fyrir svo róttæka breytingu sem hann telur að þyrfti.
Hann telur sjálfsagt að kasta burt öllum messuliðum sem ekki séu sálmar enda
verði þeir ekki sungnir nótnalaust og prentverkið geti ekki prentað nótur. Þar
að auki sé hann þeirrar skoðunar að þessir messuhlutar hafi sjaldnast verið
sungnir eftir nótunum og aðeins fáir kunni að syngja eftir nótum yfirleitt.
Að auki telur hann sjálfgefið að ef þessir söngvar yrðu prentaðir nótna-
laust „myndu allir grípa fram gamla Grallarann sinn, sama hversu fúinn
hann væri og ríghalda sér í hann og enginn keypti nýju bókina."24
Ennfremur segir hann að í þessu efni sé ekkert undanfæri þar sem messu-
formið eigi að vera eins í öllu danska ríkinu. Þá gerir hann vandlega grein
fyrir hugmyndum sínum um hið nýja messuform. í ýmsum greinum gengur
hann þar lengra en hin endanlega niðurstaða sem birtist í sálmabókinni 1801
gerði, en í öðrum greinum vill hann ganga skemra. Til dæmis vill hann
halda messujátningunni stóru sem kennd er við Nikeu og Konstantinopel.25
I svari prófastsins kemur glögglega fram sá skilningur að þeir Magnús
eru hinir bestu samherjar í upplýsingu þjóðar og kirkju. Öflugasta tækið i
þeirri baráttu er prentverkið og ineð þeirri leið ætla þeir að færa guðsþjón-
ustuna í nútímabúning.
Um hugmyndir Magnúsar um messuna segir hann ekkert nema allt gott,
en hefur vara á með aðferðina. Þar finnst honum að það sé varla hægt að
ganga alveg fram hjá biskupunum og hann efar að þeir séu á sömu skoðun
og Magnús. Þar að auki telur hann að prestarnir mun enn síður samþykkja
breytingar á kirkjusiðum en á sálmum.
Hann gerir því að tillögu sinni að bíða með útgáfu bókarinnar þar til búið
sé að útvega tilskipun frá Kanselínu þess efnis að hreinsa skuli og laga til í
messusiðum og sálmasöng á íslandi. Síðan skuli hið nýja messuform fyrir-
skipað. Ef þetta gangi ekki eftir telur hann að bíða skuli með breytingar á
messuforminu.
24 Lbs.286.4to, 10
25 Lbs.286.4to, 10-14
104