Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 113
hugtakið og íslensk orð. Hér víkur hann að umfjöllun minni á bls. 43 í riti
mínu en virðist hafa yfirsést að ég tek málið aftur til umræðu í sambandi við
þáttaskil um 1630 á bls. 327 og vísa þá sérstaklega til umfjöllunar Lofts
Guttormssonar um þetta í Kristni á íslandi. Hjalti finnur að því (bls. 121)
að ekki skuli tekið ‘fullt tillit’ til rita sem hann hefur staðið að og eru ann-
ars vegar bindi í ritverkinu Islensk þjóðmenning og hins vegar fyrmefnt
Kristni á Islandi. I umfjöllun minni um ‘reformasjón’ er etv. komið dæmi
um það að hans mati. En ég tel mig taka mikið tillit til frumlegrar og athygl-
isverðrar orðanotkunar Lofts um orð á íslensku fyrir ‘reformatio’ eða
‘reformasjón’. Um það notar Loftur öll orðin, ‘siðbót’, ‘siðskipti’ og ‘sið-
breyting’, en ég held mig við orðið ‘siðbreyting’ eingöngu. Ég áskil mér rétt
til að hafa eigin skoðanir á því hvað sé heppilegast um þetta og fylgi sann-
færingu minni. Hjalta á að vera fullkunnugt að ég ritaði rækilega um skrif
Lofts í rit frá árinu 2001 sem nefnist Kristni á íslandi og geymir efni frá
tveimur útgáfumálþingum um ritverkið Kristni á íslandi. Framlag mitt í um-
ræddu riti nefnist einmitt Siðskipti, siðbót og siðbreyting.2 Um notkun orðs-
ins siðbreyting í Sögu íslands er fyrst til að taka að um 1980 varð töluverð
umræða um það hvort æskilegt væri að almennt yrði tekið upp orðið ‘sið-
bót’ fyrir ‘siðskipti’ enda hefði ekki verið skipt um sið um 1550.3 Jónas
Gíslason vildi taka upp ‘siðbót’ í fyrirhuguðum kafla sínum í Sögu íslands
en að samkomulagi varð með þeim Sigurði Líndal ritstjóra að nota orðið
‘siðbreyting’. Jónas féll frá og kom í minn hlut að fjalla um siðbreytingar-
tímann og var eins konar ritstjómarstefna að ég notaði orðið ‘siðbreyting’.
Hjalti túlkar orð mín þannig að ég þykist vera að boða einhverja nýjung með
þessari orðanotkun en ekki er það svo, orðið ‘siðbreyting’ er td. notað í þiðja
bindi af Sögu íslands sem út kom 1978.4 Stefna ritstjóra Sögu íslands var
þannig að nota ekki orðið ‘siðskipti’ heldur ‘siðbreyting’ og var eins konar
málamiðlun. Mér þykir þó líklegt að ritstjóri hefði fallist á að taka upp orða-
notkun Lofts ef ég hefði viljað taka hana upp. í fyrmefndu verki frá 2001
2 Helgi Þorláksson: „Siðskipti, siðbót og siðbreyting.“ Kristni á fslandi. Útgáfumálþing á Akureyri 15.
apríl 2000 og í Reykjavík 23. október 2000 (Akureyri & Reykjavík 2001), 125-31.
3 A þingi um Lúther árið 1983 talaði Heimir Steinsson fyrir þessu en taldi þó að eðlilegt væri að ræða um
siðbyltingu eins og Guðbrandur Jónsson gerði, amk. fyrir fyrstu áratugina fram að tíma Guðbrands bisk-
ups, sbr. „Samfélagsáhrif siðbótarinnar." Lúther og íslenskt þjóðlíf. Ritstj. Gunnar Kristjánsson og
Hreinn Hákonarson (Reykjavík 1989), 104. Gunnar Kristjánsson notar í sama riti „siðbót“ um langtíma-
ferlið, sbr. „Marteinn Lútherog Islendingar", 10-11.
4 Bjöm Þorsteinsson, Sigurður Líndal: Lögfesting konungsvalds. Saga Islands III. Ritstj. Sigurður Líndal
(Reykjavík 1978), 33.
111