Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 121
Ritdómar
Anna Pálína Árnadóttir: Ótuktin. Reykjavík, Salka, 2004.
í bókinni Ótuktin veitir Anna Pálína Ámadóttir okkur einstæða innsýn í bar-
áttu sína við krabbamein. Hún býður okkur í ferðalag sem felur í sér bæði
sigra og ósigra. Þar takast á óbilandi kjarkur og nagandi örvænting, trölla-
trú á framtíðina og yfirþyrmandi vonleysi. Reynslan hefur kennt henni
margt, lokið upp fyrir henni margvíslegum leyndardómum, en ekkert hefur
komið af sjálfu sér. Þetta hefur verið barátta upp á líf og dauða.
Strax í upphafi bókarinnar færir Anna Pálína okkur lykilinn að baráttu
sinni. Hún hefur kosið að líta á reynslu sína sem hvert annað námskeið sem
hún hafi skráð sig á „til að læra af‘, frekar en reynslu sem henni hafi verið
skömmtuð (og hjúkrunarfræðingurinn líkir við sumarbúðir „með óvæntum
uppákomum“ (s.12)). í framhaldi af því neitar Anna Pálína því að lífið sé
óréttlátt og að það sem úrskeiðis fari megi rekja til hrekkja „æðri máttar-
valda“. Slíkt telur hún útiloka þann lærdóm sem felist í reynslunni. Hún
heldur áfram:
Er ég að segja með þessu að ég hafi viljað fá krabbamein? Að ég hafi óskað
mér þess? Nei, svo sannarlega ekki! Það vill enginn fá krabbamein. Það eru
allir sammála um. En úr því að það er komið til mín þá er um að gera að læra
eitthvað af því sem í vændum er (s. 13).
Hún telur lærdóminn af reynslunni vera það sem skipti öllu máli og þeim
lærdómi vill hún öðru fremur miðla með bók sinni.
Það er vandasamt verk að skrifa um þjáninguna, ekki síst eigin þjáningu.
í okkar samfélagi hefur það löngum þótt mikill mannkostur „að bera harm
sinn í hljóði“, að vera sterk í mótlæti og „brosa gegnum tárin“. Á síðustu
árum er eins og skorin haft verið upp herör gagnvart þessum hugsunarhætti
og allt kapp lagt á að segja sem mest, að „opna sig fullkomlega“ og halda
engu eftir. Að mínu mati hefur Önnu Pálínu tekist að finna jafnvægið á milli
þessara tveggja öfga. Hún hafnar því að baráttan við krabbameinið geri við-
komandi að hetju (s. 140). Henni er í mun að draga upp raunsanna mynd af
þessari baráttu, sigrum sem ósigrum, þar sem markmiðið er skýrt, að vinna
sigur, sem felst í því að velja rétt, að taka lífið fram yfir dauðann (s. 113).
Og leiðin að markmiðinu felur í sér sífellda baráttu sem hún lýsir meðal
annars á eftirfarandi hátt:
119