Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 121

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 121
Ritdómar Anna Pálína Árnadóttir: Ótuktin. Reykjavík, Salka, 2004. í bókinni Ótuktin veitir Anna Pálína Ámadóttir okkur einstæða innsýn í bar- áttu sína við krabbamein. Hún býður okkur í ferðalag sem felur í sér bæði sigra og ósigra. Þar takast á óbilandi kjarkur og nagandi örvænting, trölla- trú á framtíðina og yfirþyrmandi vonleysi. Reynslan hefur kennt henni margt, lokið upp fyrir henni margvíslegum leyndardómum, en ekkert hefur komið af sjálfu sér. Þetta hefur verið barátta upp á líf og dauða. Strax í upphafi bókarinnar færir Anna Pálína okkur lykilinn að baráttu sinni. Hún hefur kosið að líta á reynslu sína sem hvert annað námskeið sem hún hafi skráð sig á „til að læra af‘, frekar en reynslu sem henni hafi verið skömmtuð (og hjúkrunarfræðingurinn líkir við sumarbúðir „með óvæntum uppákomum“ (s.12)). í framhaldi af því neitar Anna Pálína því að lífið sé óréttlátt og að það sem úrskeiðis fari megi rekja til hrekkja „æðri máttar- valda“. Slíkt telur hún útiloka þann lærdóm sem felist í reynslunni. Hún heldur áfram: Er ég að segja með þessu að ég hafi viljað fá krabbamein? Að ég hafi óskað mér þess? Nei, svo sannarlega ekki! Það vill enginn fá krabbamein. Það eru allir sammála um. En úr því að það er komið til mín þá er um að gera að læra eitthvað af því sem í vændum er (s. 13). Hún telur lærdóminn af reynslunni vera það sem skipti öllu máli og þeim lærdómi vill hún öðru fremur miðla með bók sinni. Það er vandasamt verk að skrifa um þjáninguna, ekki síst eigin þjáningu. í okkar samfélagi hefur það löngum þótt mikill mannkostur „að bera harm sinn í hljóði“, að vera sterk í mótlæti og „brosa gegnum tárin“. Á síðustu árum er eins og skorin haft verið upp herör gagnvart þessum hugsunarhætti og allt kapp lagt á að segja sem mest, að „opna sig fullkomlega“ og halda engu eftir. Að mínu mati hefur Önnu Pálínu tekist að finna jafnvægið á milli þessara tveggja öfga. Hún hafnar því að baráttan við krabbameinið geri við- komandi að hetju (s. 140). Henni er í mun að draga upp raunsanna mynd af þessari baráttu, sigrum sem ósigrum, þar sem markmiðið er skýrt, að vinna sigur, sem felst í því að velja rétt, að taka lífið fram yfir dauðann (s. 113). Og leiðin að markmiðinu felur í sér sífellda baráttu sem hún lýsir meðal annars á eftirfarandi hátt: 119
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.