Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 135
Fyrsti kafli bókarinnar ber heitið A Hole in the Heavens og hefst á grein-
argerð um Tímeus eftir Plato. Tímeus var heimspekingur sem talar í bókinni
fyrir hönd Platos og gerir grein fyrir uppruna og gerð alheims. Sjónin er
grundvöllur þessarar heimsfræði vegna þess að hún gengur út frá því að orð
og hugtök heimspekingsins byggi á því sem hann sér. Heimsfræðingar lesa
enn þessa fomu bók um alheiminn þar sem segir að himnamir og tíminn
hafi orðið til á sama augnabliki og ef annað leysist upp þá hverfur hitt líka.
Þessi gamla heimsfræði gerir ráð fyrir himintunglum sem fara um brautir
sínar og gerir grein fyrir því að himnarnir eru fastir og skipulagðir eins og
náttúran og samfélagið - og hugsun mannsins (heimspekingsins).
Gordon Lathrop leiðir saman heimsfræði Tímeusar og Markúsarguð-
spjall í frásögninni af því þegar Jesús læknar blinda manninn sem ávarpar
hann með bæninni: „Davíðs sonur, Jesús, miskunna þú mér.“ Hver er þessi
blindi beiningamaður? Jú það er enginn annar en Bartímeus sonur (af ætt)
Tímeusar. Hann hafði engar forsendur til að lifa í þeim heimi sem heim-
spekin hafði skilgreint og hrópaði á Jesú og bað hann um að gefa sér sjón-
ina. Þeir sem fá þá sjón sem Guð gefur geta séð í gegnum alla heimsfræði
og hugmyndastefnur.
Litúrgían er skapandi líf, segir höfundur, líf sem Kristur gerði mögulegt
í dauða sínum og upprisu og það snýst um þrennt: skímina í vatninu, sakra-
mentið við borðið og orðið á safnaðarsamkomunni á sunnudögum. Grein-
ing hans sýnir á mjög sannfærandi hátt að þessi lykilatriði kristinnar trúar
og safnaðarlífs eru nátengd því hvernig við hugsum um umhverfi okkar,
annað fólk, náttúruna, dýrin og alheiminn. Vanafesta, eigingirni og skortur
á ímyndunarafli sem víða má merkja í kirkjunni hefur lokað á þessi lífrænu
tengsl og höfundur gefur góð ráð um það hvemig kristinn söfnuður getur
endumýjað þau í helgihaldinu og þjónustunni við náungann í heiminum.
Höfundur sviptir hulu vanans af lifandi tengslum helgihaldsins við dag-
legt líf, við afstöðu mannsins til náttúrunnar og við hugmyndir hans um al-
heiminn. Guð elskaði heiminn og hann gaf son sinn og hann frelsar ekki að-
eins sálir manna heldur einnig heiminn allan. Gordon Lathrop sýnir fram á
með óyggjandi guðfræðilegum rökum að litúrgían er líftaug safnaðarins og
hana má aldrei loka inni og miða við fyrirfram skipulagðan heim útvalinna.
Litúrgían er öllum opin, hún gefur von, kraft og líf um leið um leið og hún
felur í sér og undirstrikar ábyrgð safnaðarins og einstaklingsins. Litúrgían
tengir staðbundinn veruleika við sjónarhorn heimsfræðinnar og í kristnu
samhengi merkir þetta að Guð er skapari himins og jarðar. Höfundur gefur
góð ráð um fyrirkomulag sunnudagssamkomunar, skímarinnar, máltíðar-
innar og annars helgihalds í söfnuðinum til þess að krafturinn í þessum gjöf-
133