Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 136
um skili sér út í samfélagið og móti heimsmyndina. í litúrgíunni verða lík-
ingarnar raunverulegar og táknin lifna við. Samkoman á sunnudögum stað-
setur söfnuðinn í tíma og rúmi sem litúrgían gefur ákveðið inntak og stefnu.
Kristur fæddist í þennan heim og söfnuðurinn er ábyrgur gagnvart Guði hér
í heiminum og aldrei í einhverjum óskilgreindum sértækum tíma og rúmi.
Helgihaldið tekur mið af gangi himintunglana en það er vilji Guðs sem
markar stefnuna. Tákn og goðsögur sem víða má finna stað í trúarbrögðum
heims eru afbyggð og endurbyggð vegna þess einstaka atburðar að Guð
birtist í heiminum sem maður - konungur, en samt þjónn, dómari sem ekki
dæmdi. I litúrgíunni brýtur góður og skapandi kraftur Guðs sér leið í gegn-
um öll hagsmunasamtök og heimskerfi þar sem þau hafa stirðnað í sjálf-
hverfri þjónustu sinni.
Höfundur fjallar á afar sannfærandi hátt um þá náttúrusiðfræði sem felst
í heilagri máltíð við borðið. Sakramentið er raunveruleg máltíð sem fólk
kemur saman til að taka þátt í og nærast af. Um leið og við þökkum fyrir
matinn biðjum við þess að enginn þurfi að svelta. Hann mælir með því að
nýbakað brauð sé haft á altarisborðinu. Allir eru velkomnir, en þeir sem
þiggja skoði sinn innri mann og sættist við náunga sinn áður. Vitund ein-
staklingsins skírist í samfélaginu. Andinn gefur trúna og þrekið til sjálfs-
gagnrýni og aga. Þeir sem koma taki með sér svo að það sé nóg til handa
öllum og fari ineð með það sem eftir er til þeirra sem ekki gátu komið.
Brauðið, vínið og vatnið eru ekki aðeins tákn heldur veruleiki - raunveru-
legt efni - hin góða sköpun Guðs sem viðheldur lífinu og endumærir ekki
bara andann heldur einnig líkamann. Litúrgían tekur alltaf efnið og lík-
amann með í reikninginn og þetta minnir okkur á að við sem borðum brauð-
ið eigum að fara út í náttúruna og út á akurinn og huga að uppskerunni og
bjarga henni. í hvert skipti sem kristinn maður tekur þátt í þessari athöfn er
skaparinn að minna hann á mikilvægi þess að vemda umhverfið og nýta
náttúruauðlyndir á skynsamlegan hátt og hann bendir okkur sömuleiðs á að
neysla okkar má ekki skaða aðra.
Litúrgían á sér alltaf stað í ákveðnu menningarlegu og félagslegu sam-
hengi en það takmarkar hvorki áhrif hennar né gildi. Hún miðar allt við
Krist og þess vegna er hið óvænta á næsta leiti, ríkjandi ástand er alltaf til
endurskoðunar þar sem lifandi helgihald er fyrir hendi. Himnamir opnast
hvenær sem er. Rödd heyrist sem segir: „Þessi er rninn elskaði sonur sem ég
hef velþóknun á.“ Runninn stendur í ljósum logum en brennur ekki. Það er
best að við förum úr skónum því staðurinn sem við stöndum á er heilög
jörð; náttúran er ekki okkar verk, ekki okkar eign.
„O smakkið og sjáið að Drottinn er góður.“ Þannig syngur safnaðarfólk-
134