Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 38

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2012, Síða 38
erfiðum aðstæðum en hún hefur að sama skapi mátt þola harða gagnrýni. Ástæðan dylst engum þegar texti ritsins er lesinn. Atburðarás bókarinnar er ofsafengin með eindæmum og svo óútreiknanleg að lesendur þurfa að hafa sig alla við til þess að fylgja þræði hennar að því marki sem það er unnt. Þá er dramatis personae hennar býsna fjölskrúðugt: himneskir herskarar, djöfulleg dýr, lömb, drekar, vanfærar konur, skækjur og Kristur sjálfur leika þar stór hlutverk. Af þessum sökum vó Opinberunarbókin salt á hinum kanónísku markalínum um langt skeið; sumum hefur hún ekki fallið í geð eins og fjarvera hennar á fornum listum yfir regluritasafn kristinna hópa gefur til kynna.3 Aðrir sem virðast hafa kunnað betur að meta bókina hafa tryggt henni sæti aftast í Nýja testamentinu þar sem hún er enn, þrátt fyrir mótmæli einstöku guðfræðinga sem hefur reynst erfitt að horfast í augu við þá staðreynd.4 Fá - ef einhver - rit Biblíunnar hafa kallað fram jafn fjölskrúðuga flóru túlkana og útlegginga og Opinberunarbókin. Og þegar horft er til áhrifa ritsins meðal annarra en guðfræðinga, t.a.m. í verkum mynd- listarmanna, rithöfunda, skálda, kvikmyndagerðarmanna o.s.frv., er um alveg jafn auðugan - ef ekki auðugri - garð að gresja.5 I guðfræðilegri umræðu íslenskri hefur þó ekki mikið verið skrifað eða rætt um texta Opinberunarbókarinnar.6 Núorðið virðast prestar landsins heldur ekki gera 3 Wilhelm Schneemelcher gefur greinargott yfirlit yfir forna kanóníska lista í inngangi sínum að New Testament Apocrypha: I Gospels and Related Writings (endursk. útg.; ritstj. Wilhelm Schneemelcher; þýð. Robert McL. Wilson; Louisville, London: Westminster John Knox Press, 1991), 15-61. 4 Vart þarf að minna á að í formála að þýðingu sinni á Nýja testamentinu, sem út kom árið 1530, heldur siðbreytingarfrömuðurinn Marteinn Lúther (1483-1546) því fram að Opinberunarbókin eigi ekki heima á sama stalli og önnur rit Nýja testamentisins. Þar tjáir hann þá skoðun sína að ritið sé ekki postullegt og þaðan af síður spámannlegt vegna þess að það þekki hvorki né kenni Krist. Hann átti raunar eftir að vera snöggur til að láta af þessari andstöðu sinni við ritið þegar hann áttaði sig á því hversu gagnlegt það gat verið í áróðri gegn páfa sem hann kallaði andkrist (Opb 13 og 17). Svipaða afstöðubreytingu má sjá hjá Jóhanni Kalvín (1509-1564). Judith Kovacs og Christopher Rowland, Revelation (Blackwell Bible Commentaries; London; Blackwell Publishing, 2004), 15, 19-20. 5 Áhrifa Opinberunarbókarinnar gætir á jafn ólíkum vettvangi og í Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante og bandarísku sjónvarpsþáttunum um fjöldamorðingjann Dexter Morgan (5. þáttaröð). ísland er engin undantekning hvað snertir sambærilega fjölbreytni. Kirkjulist frá öllum tímaskeiðum íslenskrar kristni er rík af tilvísunum til Opinberunarbókarinnar (eins og hún er raunar líka annars staðar). Nýleg dæmi eru listaverk eftir Leif Breiðfjörð (f. 1945) sem gefin voru út á bók ásamt texta Opinberunarbókarinnar sjálfrar. Opinberunarbók (myndverk: Leifur Breiðfjörð; formáli: Karl Sigurbjörnsson; Reykjavík: Mál og menning, 1999). Þá skal einnig bent á nýútkomna teiknimyndabók Hugleiks Dagssonar, Opinberun (Reykjavík: Ókeibæ, 2012) þar sem texti Opinberunarbókarinnar liggur til grundvallar. 6 Nýjasta fræðilega innleggið er eftir Jón Ma. Ásgeirsson, „Jerúsalem: Heilög borg í bók 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.