Saga - 2009, Page 225
göngu að skrifa út frá einstaklingum eða tæknilegri nauðhyggju, eins og
venja hefur verið heldur sem fyrirbærafræðilegt viðfangsefni sem sameinar
hugveruleika og iðkun (e. practice). Þetta sjónarhorn tekur mið af þeim hvers-
dagsleika sem fólk upplifir í daglegri umgengni sinni við ljósmyndir og skýrir
að einhverju leyti hvers vegna Sigrún velur þá leið að spyrða eigin ljósmyndir
og líf saman við umfjöllunarefni sín. Ljósmyndin sker sig úr öðrum miðlun,
segir hún og undirstrikar það með persónulegum hætti. Þessi aðferð staðsetur
Sigrúnu einnig á áhugaverðan hátt gagnvart þeim miðli sem hún er að fjalla
um. Í stað þess að skipa sér á bekk með þeim sem hafa skrifað um ljósmyndir,
reynir hún að staðsetja sig þekkingarfræðilega meðal þeirra sem lagt hafa
fyrir sig ljósmyndun. Bókin er því tilraun til þess að gera iðkun ljósmynd-
ara við það að fást við „sannleikann“ greinarbetri skil en önnur verk sem
birst hafa á íslensku um ljósmyndir. Þetta er gagnleg nálgun, en ég verð að viður-
kenna að mér finnst að Sigrún hefði getað styrkt umfjöllun sína með skír-
skotun til annarra skrifa um ljósmyndir á íslensku þar sem ekki er lögð áhersla
á gildi iðkunar til skilnings á viðfangsefninu. Að sama skapi hefði verið gagn-
legt að skoða kenningasmiði á borð við Pierre Bourdieu eða fjalla meira um
þá John Tagg og Geoffrey Batchen þegar höfundur fléttar saman annars vegar
þætti úr eigin lífi og viðtöl við ljósmyndara og hins vegar kenningalega um-
fjöllun.
kafli þrjú, „Mynd af raunveruleikanum“, gerir atlögu að þeirri rótgrónu
hugmynd að ljósmyndir þjóni helst því hlutverki að færa kynslóðir saman
og auka samkennd með mönnum og málefnum í nútímanum. Sigrún spyr í
kaflanum þessarar áleitnu spurningar: Hvað ef ljósmyndir ýta undir hið
gagnstæða við hugmyndir um uppruna og samkennd? Auglýsingaiðnaðurinn
notfærir sér hugmyndir um samkennd í hvívetna þar sem verið er að „leggja
góðum málum lið“, sem og sýningargerð lista- og menningarminjasafna eins
og sjá má í sýningunni „Fjölskylda þjóðanna“ (e. The Family of Man). Í gagnrýni
sinni á bækur þeirra Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur, Ís-
lendingar (2004) og Robs Hornstra, Changing Faces (2004), styðst Sigrún við
kenningar Derrida og Merleau-Ponty og sýnir fram á hvernig augnablikið
sjálft (ljósmyndin) er aldrei fullkomið og jafnframt að nærvera (á ljósmynd)
geti falið í sér útilokun. Það er mikilvægt, að mati Sigrúnar, að vera sér meðvit-
andi um eigin forsendur sem gengið er út frá við skoðun á fortíðinni og
samtíðinni. Það má til sanns vegar færa og ekki síst þegar við skoðum gagn-
semi hvers miðils fyrir sig til að varpa ljósi á og fjalla um sannleika. Í kafla
fjögur, sem nefnist „Þrælkun, þroski, þrá?“, notast Sigrún við ljósmyndina
til þess að sýna fram á afstæði þeirra rituðu heimilda sem til eru um vinnu barna
á Íslandi. Ljósmyndir af börnum á togurum við vinnu vekja upp ýmsar spurn-
ingar sem varpa nýju ljósi á persónulegar heimildir um veru þessara sömu
barna um borð í fiskiskipum. Slíkar aðferðir eru hins vegar sjaldnast viðhafðar
í sagnfræðirannsóknum og notkun ljósmynda fremur á þá lund að sýna fram
á eða staðfesta eitthvað sem aðrar heimildir eru taldar sýna.
ritdómar 225
Saga haust 2009 UMBROT NOTA-1_Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2009 12:44 Page 225