Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Side 18
G u ð n i E l í s s o n 18 TMM 2010 · 4 öllum samfélagsvandamálum“.3 Lausnin liggur þá í báðum tilvikum í altækri sátt um sameiginleg markmið. Hún getur verið sett fram í formi kommúnískrar innrætingar sem er ætlað að leiða til almennrar og endanlegrar vitundarvakningar. En aðferðin getur líka verið að draga úr áhrifum ríkisvaldsins og gera þau markmið sem almenningur þarf að sameinast um eins fá og unnt er, líkt og frjálshyggjan boðar. Þetta þýðir þó í báðum tilvikum að einhver tiltekinn eiginleiki í mannlegri hegðun – t.d. samkennd eða ásælni – er lagður til grundvallar í skipulagi samfélagsins alls og þann eiginleika verða allir í samfélaginu rækta með sér umfram aðra. Þegar samfélagssýn almennings fellur fyllilega að forsendum ríkjandi kerfis fellur allt í ljúfa löð. Endalok sögunnar hafa runnið upp, rétt eins og Francis Fukuyama hélt fram að gerst hefði seint á tuttugustu öld þegar hið svokallaða ,frjálslynda lýðræði‘ bandarískra nýíhalds­ manna (e. neoconservatives) varð að viðurkenndu viðmiði stjórnarfars. Fukuyama skilgreindi endalok sögunnar svo að þá væri ekki lengur þörf fyrir hugmyndafræðilega baráttu, almenn sátt væri um gildi þeirra samfélagslegu líkana sem þróuð hefðu verið.4 Fukuyama hefði allt eins getað lýst því yfir að dagrenning staðleysunnar, eða útópíunnar, væri í nánd. Staðleysan liggur í sögulegu tómarúmi, handan átaka og hug­ myndafræðilegra hræringa, í hreyfingarleysi fullvissunnar, þar sem allt hefur þegar gerst og núið eitt er í vændum. Staðleysuna má líklega best skilgreina sem dautt samfélagsform í þeim skilningi að hún þróast hvorki né tekur breytingum. Greinarnar í Elífðarvélinni eru kannski fyrst og fremst skrifaðar til höfuðs vísindaskáldskap eða „félagsvísindaskáldskap“5 staðleysunnar, óframkvæmanlegri tilraun til þess að búa til „sjálfgengissamfélög“, en svo nefnir Kolbeinn þær samfélagsgerðir sem „viðhalda sjálfum sér án þess að það kalli á pólitíska íhlutun“.6 Samkvæmt því væri mis­ skilningur að halda því fram að einstaklingarnir hafi fyrst og fremst brugðist í aðdraganda íslenska fjármálahrunsins, ekki sjálft kerfið. Eins og Kolbeinn Stefánsson rekur var einmitt þessi málsvörn kveikjan að Eilífðarvélinni, setningar eins og: „En kapítalisminn snýst ekki um kapítalistana, heldur árangur sjálfs kerfisins“ og „grunngildi Sjálfstæðis­ flokksins brugðust ekki, heldur fólk“.7 Atli Harðarson heimspekingur er mjög gagnrýninn á greinasafnið í ritdómi sínum í hinu hægrisinnaða tímariti Þjóðmálum. Þar rekur hann í löngu máli hvers vegna ekki megi kenna þær samfélagsbreytingar sem urðu á valdatíð Sjálfstæðis­ og Framsóknarflokks við frjálshyggju eða klassíska frjálslyndisstefnu (e. classical liberalism), en Atli kýs að nota
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.