Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Síða 18
G u ð n i E l í s s o n
18 TMM 2010 · 4
öllum samfélagsvandamálum“.3 Lausnin liggur þá í báðum tilvikum í
altækri sátt um sameiginleg markmið. Hún getur verið sett fram í formi
kommúnískrar innrætingar sem er ætlað að leiða til almennrar og
endanlegrar vitundarvakningar. En aðferðin getur líka verið að draga
úr áhrifum ríkisvaldsins og gera þau markmið sem almenningur þarf
að sameinast um eins fá og unnt er, líkt og frjálshyggjan boðar. Þetta
þýðir þó í báðum tilvikum að einhver tiltekinn eiginleiki í mannlegri
hegðun – t.d. samkennd eða ásælni – er lagður til grundvallar í skipulagi
samfélagsins alls og þann eiginleika verða allir í samfélaginu rækta með
sér umfram aðra.
Þegar samfélagssýn almennings fellur fyllilega að forsendum ríkjandi
kerfis fellur allt í ljúfa löð. Endalok sögunnar hafa runnið upp, rétt
eins og Francis Fukuyama hélt fram að gerst hefði seint á tuttugustu
öld þegar hið svokallaða ,frjálslynda lýðræði‘ bandarískra nýíhalds
manna (e. neoconservatives) varð að viðurkenndu viðmiði stjórnarfars.
Fukuyama skilgreindi endalok sögunnar svo að þá væri ekki lengur
þörf fyrir hugmyndafræðilega baráttu, almenn sátt væri um gildi þeirra
samfélagslegu líkana sem þróuð hefðu verið.4 Fukuyama hefði allt eins
getað lýst því yfir að dagrenning staðleysunnar, eða útópíunnar, væri
í nánd. Staðleysan liggur í sögulegu tómarúmi, handan átaka og hug
myndafræðilegra hræringa, í hreyfingarleysi fullvissunnar, þar sem
allt hefur þegar gerst og núið eitt er í vændum. Staðleysuna má líklega
best skilgreina sem dautt samfélagsform í þeim skilningi að hún þróast
hvorki né tekur breytingum.
Greinarnar í Elífðarvélinni eru kannski fyrst og fremst skrifaðar til
höfuðs vísindaskáldskap eða „félagsvísindaskáldskap“5 staðleysunnar,
óframkvæmanlegri tilraun til þess að búa til „sjálfgengissamfélög“, en
svo nefnir Kolbeinn þær samfélagsgerðir sem „viðhalda sjálfum sér
án þess að það kalli á pólitíska íhlutun“.6 Samkvæmt því væri mis
skilningur að halda því fram að einstaklingarnir hafi fyrst og fremst
brugðist í aðdraganda íslenska fjármálahrunsins, ekki sjálft kerfið.
Eins og Kolbeinn Stefánsson rekur var einmitt þessi málsvörn kveikjan
að Eilífðarvélinni, setningar eins og: „En kapítalisminn snýst ekki um
kapítalistana, heldur árangur sjálfs kerfisins“ og „grunngildi Sjálfstæðis
flokksins brugðust ekki, heldur fólk“.7
Atli Harðarson heimspekingur er mjög gagnrýninn á greinasafnið í
ritdómi sínum í hinu hægrisinnaða tímariti Þjóðmálum. Þar rekur hann
í löngu máli hvers vegna ekki megi kenna þær samfélagsbreytingar sem
urðu á valdatíð Sjálfstæðis og Framsóknarflokks við frjálshyggju eða
klassíska frjálslyndisstefnu (e. classical liberalism), en Atli kýs að nota