Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Qupperneq 20
G u ð n i E l í s s o n 20 TMM 2010 · 4 það ekki hafa farið framhjá sér „að í goðafræði þeirra sem hæst predika pólitískan rétttrúnað um þessar mundir gegnir nýfrjálshyggja nokkurn veginn sama hlutverki og Loki Laufeyjarson í fornum átrúnaði“.14 Atli áréttar að þeir sem kalli sig frjálshyggjumenn „telji sig almennt ekki aðhyllast neina nýfrjálshyggju heldur bara gamaldags frjálshyggju“ og bætir því við að öll atriðin sem Kolbeinn telji til nýfrjálshyggju megi tengja gamalli frjálshyggjuhefð.15 Kolbeinn Stefánsson ræðir aðgreiningu hugtakanna tveggja í inn­ gangi sínum að Eilífðarvélinni. Í neðanmálsgrein segir hann að færa megi fyrir því rök „að nota orðið „frjálshyggja“ sem samheiti fyrir klass­ íska frjálslyndisstefnu (frjálshyggju fyrri tíma) og nýfrjálshyggju (frjáls­ hyggju samtímans)“. Í greinasafninu hafi aftur á móti verið farin sú leið að nota orðið klassísk frjálslyndisstefna um frjálshyggju fyrri tíma, en svo hafi greinarhöfundum verið í sjálfsvald sett hvort þeir notuðu orðið „frjálshyggja“ eða „nýfrjálshyggja“ þegar þeir lýstu þeirri hugmynda­ fræði sem hefur verið ríkjandi á síðustu þremur áratugum.16 Af þessari lýsingu er þó erfitt að ráða hvað greini að hugtökin tvö. Þótt það sé hvergi sagt beinum orðum í greinasafninu má gera því skóna að eitt af því sem skilji „nýfrjálshyggju“ frá klassísku frjálslyndi sé gagnrýnisleysi fylgismanna hennar.17 Ef þeir eru mótaðir af ógagn­ rýnni afstöðu til frjálslyndrar umbótastefnu og hafa þess í stað tekið upp slagorð lögmálsbundinnar framþróunar, eins og John Gray gefur í skyn í bók sinni Black Mass,18 liggur munurinn á afstöðu þeirra og forgöngu­ mannanna líklega fyrst og fremst í viðhorfinu til hugmyndanna. Það er þó varasamt að binda muninn einvörðungu við afstöðu til kenninganna. Ef viðhorfið breytist frá gagnrýnni, leitandi nálgun yfir í kreddubundna boðun er hætta á að skilningurinn á efninu ummyndist, verði annar en sá sem lagt var upp með. Nýfrjálshyggjan er þá ólík hefðbundnari frjálslyndisstefnum að því leyti að hún er trúarlegri en forverarnir og með öllu ókrítísk. Þann skilning á nýfrjálshyggjunni má sjá víða í Eilífðarvélinni. Sveinbjörn Þórðarson segir vandann við allsherjarkenningar um samfélagið og mannlegt eðli þann „að menn hætti að nálgast [kenningar] á vís­ inda legan hátt í anda raunhyggju og að þær verði í kjölfarið að hug­ mynda fræðilegum kreddum“.19 Pär Gustafsson rekur ýmislegt í grein­ ingar vanda hagfræðinnar til skorts á sjálfsgagnrýni, þ.e. til þess að „fjöldi hagfræðinga [trúi] því að nýklassísk skýringalíkön geti útskýrt nánast allt sem viðkemur mannlegu atferli“.20Á svipaðan hátt segir Giorgio Baruchello hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar byggjast á „útúrsnúningum, hringskýringum og áróðri“, þar sem gagnrýni sé
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.