Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 22
G u ð n i E l í s s o n 22 TMM 2010 · 4 Blind trú á markaði er þó ekki bara bundin við einstaklinga af hægri armi stjórnmálanna. Traustið á hagkerfið sameinar stærstan hluta iðnvædda heimsins og jafnvel alvarlegar efnahagskreppur á borð við þá sem nú gengur yfir hafa ekki leitt til róttækrar endurskoðunar á þeirri hagfræði sem knýr aflvélar vestrænna markaða. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur, hversu langt til vinstri sem hann þykist vera, dregur t.d. hagvaxtarforsenduna opinberlega í efa eða ýmsar aðrar þær kennisetningar sem eru órjúfanlegur hluti af framfaraguðfræði neyslu­ samfélagsins – og hafa verið vel á aðra öld. En er það svo að í klisjum samtíðarinnar megi greina eilíf og ófrá­ víkjan leg sannindi? Er hagfræðin dauð vísindi? Tilvitnanirnar tvær í upphafi þessarar greinar gefa til kynna vaxandi vitundarvakningu um þær hörmungar sem nútímahagfræði muni að öllum líkindum leiða yfir mannkyn. Gustafsson kennir hagfræðina við „dauð vísindi“, vísindi sem hafi „svör við öllum spurningum“,29 en Gray segir kenningar „um nútímavæðingu“ ekki vera „vísindalegar tilgátur, heldur trúfræðilegar réttlætingar [e. theodicies] – frásagnir um forsjá og endurlausn – faldar á bak við félagsfræðilegt fagmál“.30 Í Eilífðarvélinni gengur líklega enginn eins langt í því að krefjast grund vallarendurskoðunar á forsendum hagfræðinnar og Giorgio Baruchello. Í grein sinni bendir hann á að afleiðingar hagvaxtarkröf­ unnar megi finna í „skapandi eyðileggingu“ kapítalismans31 og að auð lindir heims og sjálft lífkerfi jarðar séu í hættu. Baruchello segir rétti lega að allar „tilraunir til að afneita þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir [beri] merki ófræðilegra vinnubragða“.32 Það ætti að liggja í augum uppi að skipuleggja þarf hagkerfið þannig að hægt sé að tryggja „almennan aðgang að nauðsynlegum lífsgæðum án þess að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða“.33 Þetta eru ekki nýstárleg sann­ indi, en þó líta langflestir hagfræðingar samtíðarinnar með öllu framhjá þeim. Björn Guðbrandur Jónsson, sérfræðingur í umhverfisvísindum, lýsir flóknu samspili hagkerfis og vistkerfis ágætlega, en hann minnir á að erlendur orðstofn beggja hugtaka (e. economy og ecology) sé hús og því sé í báðum tilfellum vísað til „húshalds eða hússtjórnarlistar“.34 Björn segir flæði efna vera í stöðugri hringrás í vistkerfi, „hraðri eða hægri eftir atvikum“ og heildarbreytingarnar einkennist af „þróun fremur en vexti“, ólíkt því sem gerist í hagkerfinu þar sem magnbundnar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.