Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Blaðsíða 65
TMM 2010 · 4 65 Heimir Pálsson Alltaf sama sagan? Árið 1987 sendi Svava Jakobsdóttir frá sér eitt af ágætustu verkum sínum, Gunnlaðar sögu (Forlagið). Ári síðar birti hún stórmerka ritgerð þar sem hún gerði það sem fáir íslenskir höfundar hafa gert, vísindalega grein fyrir skáldverki sínu, þ.e.a.s. hugmyndum sem að baki bjuggu og voru hreint ekki úr lausu lofti gripnar (Gunnlöð og hinn dýri mjöður. Skírnir 1988:215–245). Hvor tveggja, skáldsagan og Skírnisgreinin hafa vakið verðuga athygli og hafa að geyma spennandi túlkun á sögunni um Gunnlöðu í Snorra­Eddu og Hávamál­ um. Út úr þeirri sögu las Svava frásögn um heilagt brúðkaup, manndómsvígslu konungsins (hins unga Óðins). Um leið var boðið upp í dans Snorra Sturlusyni og sögu(m) hans um skáldamjöð. Taldi Svava reyndar að frásögn Snorra hefði sökum takmarkaðrar vitneskju afbakast og gefið ranga mynd. Í þessu greinarkorni verður reynt að bera upp spurningar sem mér hefur stundum þótt gleymast í þessu sambandi. Sögurnar hennar ömmu Þegar hún amma mín var að segja okkur börnunum sögur fór ekki hjá því að sumt fólk væri algengara en annað. Til dæmis hét sveinstauli nokkur gjarna Sigurður og var Karlsson eða karlsson. Það sást ekki í munnlegu gerðinni. Og eins átti Karl (karl?) oft þrjár dætur og hétu þá Ása, Signý og Helga. Þetta truflaði mig aldrei og aldrei datt mér í hug að þetta væri alltaf sama fólkið í sögu eftir sögu. Þau hétu einfaldlega sömu nöfnum af því að þau gegndu svipuðum hlutverkum auk þess sem þetta var til hægðarauka fyrir ömmu. Hér á eftir verður stungið upp á því að þetta kunni að hafa gleymst í umræðum um þrjár merkar persónur, Gunnlöðu, Suttung og Óðin. Og skal þá strax tekið fram að vitanlega eru þessi þrjú nöfn hreint ekki jafnhversdagsleg og Ása, Signý og Helga. Amma mín átti bæði Ásu og Helgu (ég hugleiddi stundum hvers vegna Signý varð útundan) en hún ól hvorki Gunnlöðu, Suttung né Óðin. Sjálfsagt er líka að benda á að viðurnefni voru afar oft notuð til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.