Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2010, Page 100
Á d r e pa 100 TMM 2010 · 4 Lýðræðið okkar er vonandi ekki í hættu af þessari orsök, en að leyfa gremj­ unni að taka forystu í stjórnmálaumræðu í samfélaginu gerir þessa umræðu ófrjóa, staðnaða og úrræðalausa. Skýrasta birtingarmynd þessa úrræðaleysis eru borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í sumar þegar 35% kjósenda afsöluðu sér rétti til að kjósa í alvöru um stjórnmálastefnur og greiddu Besta flokknum atkvæði sitt. Það er mesta vantraustsyfirlýsing á lýðræðislegar kosningar sem ég hef orðið vitni að. Ég held að það sé kominn tími til að taka upp hanskann fyrir lýðræðið, og er þessi grein skrifuð í því skyni. Í staðinn fyrir þá málefnalegu og upplýstu umræðu um lýðræði sem við þurfum á að halda hafa orðaskipti okkar staðnað í nokkrum einföldum stað­ hæfingum sem hver tekur upp eftir öðrum en eru að miklu leyti sprottnar af misskilningi. Ég held að þessi geldstaða umræðunnar stafi mikið af því að vanrækt hafi verið að ala þjóðina upp í þekkingu á stjórnmála­ og stjórnskip­ unarfræði; kannski hefur einkum verið vanrækt að dýpka skilning fólks á stjórnmálum með þekkingu á stjórnskipunarsögu. Því gerist ég sums staðar dálítið kennaralegur hér á eftir þegar ég geng á hólm við nokkrar af verstu tuggunum sem heyrast hjá okkur. Lýðræði á fjögurra ára fresti Sums staðar má lesa í bókum að stjórnmál hefjist með lýðræði og að lýðræði okkar tíma sé upprunnið í Aþenu í fornöld. Ástæða þess að málið vill líta þannig út er sjálfsagt sú að orðin sem eru notuð um stjórnmál og lýðræði í flestum evrópumálum, pólitík og demokratí, eru af grískum uppruna.2 En lýðræði Aþeninga fólst einkum í því að borgarar, frjálsir karlmenn af aþenskum uppruna, voru valdir með hlutkesti til að sitja tímabundið í mikilvægum embættum og stjórnarstofnunum. Hugmyndin um fulltrúalýðræði, að hinir mörgu og valdalitlu komi saman og velji sér stjórnendur, er sagt vera miklu eldra, og til eru þeir sem halda því hiklaust fram að það sé upprunalegra hjá mannkyninu að umboð til valda komi að neðan heldur en að ofan, að kosn­ ingar séu upprunalegri aðferð til að velja stjórnendur en guðlegt umboð eða skipun æðri valdhafa af einhverju tagi.3 Fulltrúaþing fóru þó einkum að þróast sem valdhafar ríkja í Evrópu á miðöldum. Venjulega voru þau stéttaþing þar sem mestu höfuðklerkar og æðstu aðalsmenn áttu sæti samkvæmt stöðu sinni, en þar komu líka fyrir fulltrúar borga og bæja, ekki beinlínis lýðræðislega kosnir, en þar var það sem fulltrúalýðræðið tók að þróast. Stundum hefur verið sagt að fyrsta tilfellið af slíku fulltrúakerfi sem heimildir greina frá sé þing sem var haldið í smáríkinu Leon á norðvesturhorni Spánar árið 1188. Annars hefur neðri málstofa enska þingsins lengi verið talin sú stofnun sem hafi farið í farar­ broddi fulltrúalýðræðis í álfunni.4 Þjóðveldi Íslendinga á miðöldum var ekki reist á fulltrúalýðræði heldur á arfgengu goðaveldi þar sem hver goði þurfti þó á að halda virkum stuðningi almennra bænda. Samt þekktust kosningar; þannig virðast hreppstjórar hafa verið valdir með kosningu, og lögsögumaður var kosinn á Alþingi, til þriggja ára í senn.5 Síðar varð Ísland hluti af einhverju
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.